Gleðileg Jól & farsælt komandi ár!

Jólamyndin í ár

Elsku vinir og ættingjar.

Takk fyrir að vera hlutar af okkar lífi. Vonum að þið eigið ánægjulega hátíð fyrir höndum og að við hittumst áður en langt er um liðið!

Jólakveðja Sigþóra, Geir, Guðmundur Tómas, Guðný og Signý!


Hux, hux - bangsímonska!!!

Hæ... búin að vera bissí að læra á nýju tölvuna, hugsa um litla veikindamús og vinna!!! Fyrir utan að gera klárt fyrir jólin!

Ég er orðin þvílíkt klár að þvælast um netið, þó aðallega á facebookinu og á leikjaneti í sudoku!!! HVað hefur maður annað að gera við tímann!!! Ég meina það, hver þarf að fara reglulega í þvottahúsið, sópa og annað þegar maður er með 5 manna heimili???

Vorum með voða jólakósý í féló í kvöld, heitt súkkulaði (sko alvöru uppunni!), piparkökuhús, smákökur og málaðar piparkökur, sem við erum búin að vera að dunda í að baka og mála síðustu kvöld!!! Allt frítt handa þeim sem vildu... og það var svei mér gaman að sjá hvað unglingunum fannst þetta gott og gaman. "Sigþóra, gerðir þú alvöru heitt súkkulaði handa okkur??? Og er það frítt???" Bara krútt!!! Svo verður jólaball féló í Kiwanis á föstudagskvöldið, stuð, stuð og aftur stuð!!!

Var að fá jólakortin í hús... og er að finna til heimilisföng, þar sem jú jólakortalistinn hrundi með hinni tölvunni!

Annars er ég að huxa um að setja inn nokkrar myndir núna, svona fyrir þá sem nenna að kíkja hingað inn ennþá!

OG RAGNA JENNÝ... OF KORS! HVENÆR KEMURÐU????


JæææææJaaaaa

Haldiði ekki að kerling sé komin með nýja tölvu... ekki að grínast í ykkur!!! Í tilefni af því þá set ég hér inn hrúgu af myndum... eða alla vega link á myndirnar sem ég setti inn á facebook-ið. Legg til að allir (geta nú ekki verið margir eftir) sem lesa þetta bara drífi sig á fésið og fái sér síðu þar.

Hér er myndaalbúmið... ef ég næ að gera þetta rétt!

Nei næ ekki að gera þetta... þið verðið bara að kópera linkinn og peista í línuna. TJá http://www.facebook.com/album.php?aid=2009252&l=cf1ae&id=1343785412

Long time nó sí!

krossÞið verðið að afsaka.... heimilistölvan er komin á hauganna eftir rafmagnshögg hér í bæ... og því hef ég öðru hvoru fengið "lánaða" diskótölvu Féló til að komast á netið utan vinnutíma!

Mikið hefur gengið á hjá okkur undanfarið.... Signý er búin að vera veik... þar sem hún fékk hita í fyrsta skiptið á sinni stuttu ævi, ég hef verið að vinna á fullu og þess háttar!

Við höfum fengið sorgarfrétt, eina sorglegustu sem ég man eftir. Lítill frændi minn lést síðastliðinn fimmtudag, aðeins 10 mánaða gamall! Við höfum varla hugsað um annað síðan þá... og eigum líklegast ekki eftir að hugsa um annað næstu daga og vikur!

Innilegar samúðarkveðjur til ykkar sem næst standið!


Ný vinnuvika að hefjast!

St.Ola, skipið sem er að leysa af Herjólf, fór ekki í morgun... og ekki er víst hvort hann fari í dag! Tekin ákvörðun um það í dag kl. 15! 

Unglingaráðið mitt og starfsfólk er þar af leiðandi fast á meginlandinu... þannig að ég verð ein í vinnu í dag, eins og á föstudaginn. Ekki nema ég finni einhvern til að vera með mér... einhvern sem er til í að vera svona afleysingar... þið vitið!

Ef þið vitið um einhver, pikkiði þá í mig!


Heppin ég!!!

Í síðustu viku ákvað ég að taka afrit af öllum ljósmyndum síðustu ára og tónlistinni minni. Samtals um 35 gíg.

Í morgun hrundi harði diskurinn í tölvunni minni og ekki hægt að nálgast eitt einasta efni af honum!

Þakka guði fyrir að sonurinn hafi ekki verið byrjaður á nýjustu ritgerðinni... hann hefði orðið kreisí á að þurfa að gera allt aftur!!! Og hann er víst alveg nógu oft kreisí þessa daganna þó að við séum ekki að bæta einhverju svona ofan á það allt saman!!!


Æðislegt fólk!

Húsin sem við vorum í!Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað ég er með æðislegt fólk í kringum mig! Við vinkonurnar áttum frábæra helgi saman í faðmi fjölskyldna. 8 fullorðnir og 12 börn frá tæplega 13 ára til nýfædds og eitt á leiðinni! 2 stelpur í öllum þessum barnafans... ætli það sé met hvað við vinkonurnar eigum fáar stelpur? Ég er eina í Eyjum sem á stelpu... og ég á tvær!!!

Takk stelpur og strákar fyrir æðislega helgi! Hefði ekki viljað missa af þessu þó mér hefði verið borgað fyrir það!

Knús á línuna!

P.S. set inn mynd af samkomuhúsinu og húsinu sem við Geir gistum í með börnin okkar!


Vitlaust að gera!

Signý í bílstólnumÁtti afmæli á þriðjudaginn, Bjarni Ólafur á mánudaginn og Jóna systir í dag. Til hamingju með það!

Mamma og pabbi voru að koma heim í gærkvöldi. Kíkja þangað.

Við Signý erum á leiðinni í Landakirkju á mömmumorgun. 

Erum að pakka niður... því að sumarbústaðarferðin ógurlega verður um helgina!

Guðný og Guðmundur Tómas fóru á lokahóf knattspyrnunnar og Guðný kom heim með ÍBV-arann, bikar sem stendur fyrir svo margt! Jákvæðni, áhuga, hvatningu... Hún var spurð af vinkonu sinni í gær, hvort hún ynni þetta ekki alltaf!!! En neinei... bróðir hennar fékk þennan titil 2006 og hún fékk þá framfaraverðlaunin! En vinkonunni fannst hún sem sagt eiga þetta skilið... og mér líka!

Signý 10 mánSigný fór í læknisskoðun á afmælinu mínu, fékk stimpilinn "flott stelpa"... en var svo spurð hvort eitthvað hafi verið rætt við okkur um stærðina á höfðinu á henni! Gat maðurinn ekki bara horft á mig...? Nei, nei.... þetta er víst fylgikvilli sem ég erfði frá pabba mínum og Guðný er sú eina sem virðist sleppa ;)

Ég er búin að vinna tvo daga í þessari viku... og er alltaf gjörsamlega búin þegar ég skríð uppí rúm, enda mæta 40 - 60 unglingar í hvert skipti og því fylgja orkusugur og andleg þreyta! Tekur mig vonandi ekki mikið meira en mánuð að venjast þessu lífi aftur!!!

Set inn nokkrar nýjar myndir í albúmið September 2008


Heilræði um rykið!

LAG  AF  RYKI  VERNDAR  VIÐINN  UNDIR  ÞVÍ...
HÚSIР VERÐUR  HEIMILISLEGRA  ÞEGAR  ÞÚ  GETUR  SKRIFAÐ „ ÉG ELSKA ÞIG"  Í RYKIР Á HÚSGÖGNUNUM.

ÉG  VAR  VÖN  AР EYÐA MINNST 8 TÍMUM HVERJA  HELGI TIL ÞESS VERA VISS UM  ALLT VÆRI FULLKOMIÐ „EF AÐ EINHVER  SKYLDI KOMA ÓVÆNT  Í HEIMSÓKN"...
AР LOKUM  UPPGÖTVAÐI ÉG AÐ ÞAÐ KOM ENGINN Í HEIMSÓKN ..ÞAÐ VORU  ALLIR ÚTI AÐ SKEMMTA SÉR!!!
EN  ÞEGAR  AÐ FÓLK  KEMUR  Í  HEIMSÓKN, ÞÁ ÞARF ÉG EKKI AÐ ÚTSKÝRA
ÁSTANDIÐ Á HEIMILINU... Það býr fólk hérna... meira að segja 5 stykki fólk!
Vinir HAFA  MEIRI  ÁHUGA  Á  AР HEYRA  UM  ÞÁ  HLUTI  SEM  ÉG GERÐI Á MEÐAN ÉG VAR ÚTI Á LÍFINU AÐ SKEMMTA MÉR!!

5 atriði svona EF  AР ÞÚ  Hafðir  EKKI UPPGÖTVAР ÞETTA á undan mér, ÞÁ  SKALTU FARA  AÐ Þessum Heilræðum:

LÍFIР ER STUTT.  NJÓTTU  ÞESS!!!!!

ÞURRKAÐU AF EF ÞÚ VERÐUR... EN Þá er minni TÍMI TIL AÐ; FÁ SÉR BJÓR, SYNDA Í sjó OG KLÍFA FJÖLL, HLUSTA  Á TÓNLIST OG  LESA  BÆKUR,  FAGNA  MEР VINUM  OG  LIFA  LÍFINU...

ÞURRKAÐU AF EF ÞÚ VERÐUR...; EN  VÆRI  EKKI  BETRA AÐ MÁLA  MYND  EÐA SKRIFA BRÉF, BAKA SMÁKÖKUR EÐA KÖKUR OG SLEIKJA SKEIÐINA, EÐA SÁ FRÆI.

HUGLEIDDU  MUNINN Á MILLI  ÞESS SEM ÞÚ VILT EÐA ÞARFT...

ÞURRKAÐU AF EF ÞÚ VERÐUR, EN  HAFÐU Í HUGA AÐ ELLIN KEMUR MEÐ SÍNU GRÁU HÁR  OG HÚN  ER  EKKI  ALLTAF GÓÐ...

ÞURRKAÐU AF EF ÞÚ VERÐUR... EN  HEIMURINN  BÍÐUR  EFTIR ÞÉR ÞARNA ÚTI... MEÐ SÓLSKINIР Í  AUGUM ÞÍNUM,  VINDINN Í HÁRI ÞÍNU, FLÖGRANDI SNJÓKORN, FÍNGERÐUR REGNÚÐI...

ÞESSI  DAGUR  KEMUR  EKKI AFTUR... OG  ÞEGAR  ÞÚ  FERР – OG  ÞÚ VERÐUR AÐ
FARA... ÞÁ MUNT ÞÚ SJÁLF SKAPA MEIRA  RYK!!

DEILDU  ÞESSU  MEÐ ÖLLUM  ÞÍNUM  GÓÐU  VINUM SEM ERU Í ÞÍNU LÍFI...

ÉG GERÐI ÞAÐ... Er að því hér!

ÞAÐ ER EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ SAFNAR,  HELDUR ÞAÐ SEM ÞÚ SÁIR,  SEM SEGIR TIL UM
ÞAÐ HVERNIG LÍFI  ÞÚ  HEFUR  LIFAÐ..


Myndir af árgangsmóti!

Ákvað að henda hér inn nokkrum myndum af árgangsmótinu sem var nú í september.

Fyrsta er af okkur í GoGo's,GoGo's úr árgangnum!

Önnur er af villingabekknum.... (vantar samt alla villinganna Wink) Villingabekkurinn

Ein af okkur Geir.Hjónin!

Ein af okkur og Önnu Lilju og Kjartani. Við og þau!

Og svo ein góð af æskuvinkonunum, mér og Þurý Sif.Ég og Þurý

Æðislegt var að hitta alla gömlu (ekki samt svo gömlu) félagana, rifja upp alla vitleysuna, endurnýja kynni og hafa gaman með góðu fólki...

P.S. Ég virðist ekki  geta komið eðlilega út á myndum... eins og ég er sæt!!! hahahaha


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband