Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Varúlfurinn og lífið!

VarúlfaspilinÉg lærði spil fyrir einhverjum árum sem heitir Varúlfur og hef spilað það reglulega þegar ég hitti þann sem á spilið! Sá keypti spili í Belgíu og vissi ekki til þess að hægt væri að versla það á Íslandi... Hann var líka búinn að leita á netinu... en ég fékk upplýsingar nýverið um að spilið væri "líklega væntanlegt" í spilabúðina Nexus á Hverfisgötunni! Jújú, stemmir spilið var til... 5 stk. En ekki lengur... Ég keypti 4 stk. Eitt fyrir mig, eitt fyrir Féló... og svo keypti ég tvo stokka í viðbót því að alltaf þegar ég hef spilað Varúlf er einhver sem segir... "og hvar getur maður svo keypt þetta?" Og þá ætla ég að segja... ég á auka!!! Sniðug!!!  Nú höfum við spilað þetta nokkrum sinnum í Féló við mikinn fögnuð... og reikna ég með að Nótt í Féló aðra nótt verði iðandi í Varúlfum!!!

Annars leikur lífið bara við okkur hérna á Bröttó. Við erum búin að finna ferðina sem við ætlum í! Marmaris varð fyrir valinu í þetta skiptið. Já, við erum á leið til Asíu í sumarfrí!!!

Krakkarnir komu heim með einkunnir og megum við alveg vera stolt af okkar afkvæmum... ja svona fyrir utan kannski eitt atriði. Enn markmiðið hefur verið sett og vonandi sjáum við bætingu með vorinu!

Svo er bara nóg að gera... er að fara að vinna á Nótt í Féló á morgun, er að fara með hóp til Víkur í Mýrdal um næstu helgi and so on and so on... og svo voga sumir sér að kvarta yfir því að ekkert sé að gerast... ISSSSSS PISSSSS 


Hvenær losnar maður við letina???

Hef verið að velta því fyrir mér... Hvenær hverfur letin?

Nú er ég búin að sofa nóg... eða mér finnst það, búin að fara í ræktina og sund, búin að breyta heima... en samt er ég löt!!!

Já, pípol... maður greinilega losnar ekki svo auðveldlega við letina... hún verður ekki hrakin svo auðveldlega burt... en allt er þetta spurning um að leyfa ekki letini að taka völdin!

Eníhús...

Við hjónakornin keyptum okkur tvö árskort í ræktina... og nú er regla heimilisins að við verðum að fara minnst tvisvar í viku í ræktina eða sund!

Við erum búin að breyta heima... komin inniarinn í stofuna og klárt sjónvarpsherbergið með nýjum svefnsófa. Börnin eru flutt á neðri hæðina í hjúmongus herbergi... og svo er bara að sjá hvað það tekur langann tíma að koma öllu í rúst þar!

Þessa daganna er ég á fullu á Úrvals Útsýnar síðunni, Plúsferðasíðunni og fleirri ferðaskrifstofusíðum í leit af sumarfríi ársins!!! Er nú eins fljóthuga og flestir sem þekkja mig hafa rekist á... og hef þurft að stoppa mig all svakalega með að bóka ekki bara strax!!!

Ég er víst ekki ein um það... get huggað mig við það!

Hugleiðingar sem náðu að brjótast út úr viðjum letinnar! 


Blebleble!

Listi yfir hluti sem þú ætlar ekki að gera í dag!!!Uss.... þetta kallar maður bara leti!!!

Blogg leti...

Hellingur að gerast en ég nenni ekki að skrifa um það!

Ég nenni ekki að röfla um Bakkafjöru, þó ég sé frekar hrædd um að það rugl nái einhverju fylgi meðal þeirra stjórnmálamanna sem vilja skyndilausnir.

Ég nenni ekki að röfla um það að þrettándagleðin eigi að hefjast kl. 18 í stað þess að halda þeirri tímasetningu sem hefur verið í sjöhundruð ár, kl. 20.

Ég nenni ekki að röfla um helvítis letina í mér undanfarna daga... að hanga vakandi frá morgni til kvölds tekur barasta á þessa daganna.

Ég nenni ekki að röfla yfir "jólafríinu" í skólanum... og erfiðleikunum við að ná krökkunum framúr á morgnanna.

Ég nenni ekki að röfla yfir öllu draslinu sem fylgir breytingum...

Sem sagt yfirgengileg leti í gangi á mínum bæ... en skil samt ekkert í því af hverju aðrir eru ekki duglegri að blogga!!!!!!!  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband