Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár!

Jólamyndin í ár!Takk fyrir allt blogg, allar skoðanir og athugasemdir!

Þökkum fyrir samverustundir, aðstoð, hjálp og hvað annað sem samskipti okkar hafa snúist um!

Vonum að allir hafi haft það gott á undanförnum mánuðum og árum.

Þökkum fyrir stórslysalaust ár og óskum þess að það næsta verði líka stórslysalaust, fyrir ykkur og okkur!!! 

Jólakveðja Sigþóra, Geir, Guðmundur Tómas, Guðný og Signý!


Myndir af Signýju

Amma Helga og SignýHér er mynd af Signýju og ömmu hennar en hún var skírnarvottur. Eru þær ekki sætar?

Annað gullkorn úr skírninni!

Geir var búinn að vera að þvælast í kjallaranum að setja heita rétti í ofninn, rétt fyrir athöfnina en var víst kominn upp. Presturinn spyr svo hvort við eigum ekki að byrja bara! Ég lít í kringum mig og sé hvergi Geir þar sem hann stendur í hvarfi við prestinn, þannig að ég spyr: "Hvar er pabbinn?" Þá heyrist í prestinum: "Ji, hvað ég er feginn að þú spurðir ekki HVER ER PABBINN!" LoL Allir fengu náttúrulega kast... en svo tók hátíðleikinn við og allt gekk eins og í sögu!

 


Ég heiti Signý Geirsdóttir

Séra Kristján, Signý og mammanÍ dag var stúlkan litla skírð heima! Séra Kristján vinur okkar skírði skvísuna. Ég hélt á henni undir skírn og tilkynnt þessum rúmlega 50 gestum að nafnið sem var valið hafi verið Signý!

Margar kenningar eru á lofti um hvaðan nafnið kemur og leyfum við þeim öllum að standa... óbreyttum. Amma Þura var þó svo glögg að þegar þau gengu út úr húsi, á leið í skírnina tilkynnir hún samferðarfólki sínu að hún viti nákvæmlega hvað barnið eigi að heita. Og auðvitað var hún rukkuð um nafn. "Signý" sagði þá amman... en engar skýringar fylgdu af hverju hún héldi það!

Amma Helga átti þó gullkorn skírnarinnar þegar hún kom til mín til að óska okkur til hamingju. "Er hún svona sveitt?" og strauk yfir hárið á Signýju. "Nei", sagði ég. "Það var verið að skíra hana!"


Gott innlegg í jólin!!!

Kaloríureglurnar

1. Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur.

2. Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þá.

3. Matur, sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum til dæmis jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín, ofnbakaðar pítsur og fleira, inniheldur aldrei kaloríur því hann er góður fyrir hjartað. Að minnsta kosti í hófi.

4. Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú.

5. Matur á borð við poppkorn, kartöfluflögur, hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur, sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband, er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.

6. Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær.

7. Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.

8. Matur sem hefur sams konar lit hefur sama kaloríufjölda til dæmis tómatar = jarðarberjasulta, næpur = hvítt súkkulaði.

9. Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríu eru HITAeiningar.

 

Annars var fyrsta jólaboðið í gær. Hangikjöt, svið, saltkjöt, sviðasulta, nýbakaðar flatkökur og nýbakað rúgbrauð... allt alaMamma! Annað jólaboð er í dag... Skata í hádeginu hjá Sverri. Guðný neitar að fara með... kúgast þegar hún finnur lyktina, en Guðmundur Tómas ætlar sko ekki að missa af dásemdinni!

Á morgun er svo skírnin á dótturinni... Búin að tala við prestinn, panta skírnartertuna, baka og elda, allt klárt nema nafnið. Þurfum víst að fara að ákveða nafnið í kvöld eða í síðasta lagi um hádegi á morgun!!!

Þorláksmessa verður svo róleg, skreytum jólatréð, förum í bæinn með fjölskyldunni minni, redda síðustu hlutunum... oh, það er alltaf svo gaman... ef veðrið helst almennilegt!!!! Koma svo veður!!! Standa sig!


Myndirnar sem ég lofaði!!!

Hálffullorðið fólkJidúddamía, hvað tíminn líður hratt!

Litla skottið orðið rétt rúmlega 4 vikna, Guðmundur Tómas orðinn 12 ára og Guðný rétt að verða 10 ára! Þetta er allt orðið hálffullorðið hjá manni!

Amma Þura með þrjú yngstu Ég fór í að skrifa jólakortin, sem væri nú ekki frásögu færandi nema hvað... tölvugerði jólakortaheimilisfangalistinn horfinn! Kannski var hann í gömlu fartölvunni... eníhús, nú veit ég ekkert hvar sænska vinkona mín á heima og ekki hvar Kanadíska fólkið sem Geir þekkir býr!!! Veit einhver hvernig og hvort það sé hægt að finna sænsku og kanadísku símaskrárnar á netinu???

JólakasaKatrín Sara, hans Ólafs lillebro, er hjá mér fyrir hádegi þessa daganna á meðan Ólafur og Sunna eru í prófum í borginni... Mamma og pabbi tóku hana með sér í síðustu ferð!

Nýgreidd skvísanBara veseniskrútt Grin Minnir mig stundum á Guðný á svipuðum aldri!

 

 


Af hverju eru lyf ætluð börnum alltaf vond???

systkini tvöHér eru myndirnar sem neituðu að koma inn í gær! Eða hvenær sem það nú var...

Myndirnar eru teknar kvöldið sem við komum heim til Vestmannaeyja og voru systkinin agalega fegin að fá að knúsa litla bumbubúann í fyrsta skiptið svona utan bumbunar!!!

Ferðin til barnalæknisins í gær gekk vel... Skvísan orðin rúm 5 kíló og 57 cm, með þrusku í munnslanum sínum og finnst meðalið ógeð ógeð ógeð. Maður hefur nú vit á því strax að finnast meðalið sitt vont. Kúgast og kúgast eins og hún sé á launum við það en hún skilar þessu nú ekki til baka, er ólík eldri systur sinni með það og mikið er ég fegin því!systurnar sætu

Skil samt ekki af hverju lyfin þurfa alltaf að vera vond! Held ég hafi ekki enn lent í því að gefa börnunum mínum meðöl sem þau biðja um meira af!!! En þið??? Lendum við kannski bara alltaf á sjúkdómum og sýkingum sem eru bara til vond lyf við???  

Katrín Sara er í heimsókn í Vestmannaeyjum núna, á meðan mamma hennar og pabbi eru í prófum í Háskólunum síonum og er hún hjá okkur á morgnanna á meðan amma og afi eru í vinnunum sínum. Hún er svo dugleg að hjálpa til skvísan, henti bleiunum í ruslið og allt í morgunn en skyldi samt ekkert í því af hverju Sissóra gat ekki komið strax að hjálpa sér!

Þura Stína og skvísanTek mynd af frænkunum í fyrramálið og skelli inn.... LOFA!

Hér er svo ein af Þuru Stínu með uppáhaldið sitt, nýfædda prinsessuna sem vildi bara skoða stóru frænku sína ;) Ekki orðin sólarhringsgömul skottan!

 

 

 


Skvísan þriggja vikna (í gær)!

Anna Lilja og skvísanSkelltum okkur í göngutúr á föstudaginn. Oh, hvað það var gott! Erum svo bara búnar að hanga inni á meðan ófærðin og óveðrið gengu yfir.

Afi með nýjustu prinsessunaKannski við skellum okkur aftur í göngu á næstu dögum, ef sú yngsta nennir að vaka nógu lengi til að komast í útifötin Wink

Ætlum að heimsækja barnalækni á morgun, nota tækifærið og hitta doksa fyrst hann er kominn í bæinn... ekki að það sé eitthvað að okkur, heldur viljum við bara vera viss!

Læt nokkrar nýjar myndir fylgja...

Fýlustrumpur

Mæðgurnar

 

 

 

 

 

 

 

 

PC105986Og gamlar þar sem ég var að ná í myndir úr "hinni" myndavélinni líka og þar voru þessar...

 


Jólaskraut og skreytingar!

christmas-lightsHvernig er það? Hvernig fara seríurnar að því að skemmast í geymslunni?

Alltaf skal maður þurfa að endurnýja í einhverjum glugganum um hver einustu jól. Ein jólin reyndar náði framhliðin á húsinu (3 gluggar) að verða ljóslausir að hluta fyrir jól... og ég keypti þau ljós ekki fyrr en á aðventunni! Maður getur nú svekkt sig aðeins á þessu!

Núna erum við sem sagt að fara í gegnum kassanna... og koma öllu á sína staði! Mér er lífsins ómögulegt að muna hvar hinn og þessi hluturinn fékk pláss í fyrra!!! Er þetta þessi nýburagleymska???

Ég þarf sem sagt að fara að koma öllu fyrir og kaupa nýtt í 3 glugga!!! Til hamingju með það! Ætli húsið mitt verði einhvern tímann svona vel skreytt???


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband