Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Nýr fjölskyldumeðlimur!

Það er komin nýr fjölskyldumeðlimur á bæinn!

Ferfætlingur... hann heitir Depill!

Hann er kanína... hreinræktaður lion head ungi!

Depill er búinn að afreka margt á stuttri dvöl sinni á heimilinu... en það sem stendur upp úr er að hann meig í rúmið hans Guðmundar Tómasar... Guðný varð náttúrulega að skríða með Depil uppí rúm til bróður síns einn morguninn!!! Ekki eins og ég hafi verið nýbúinn að skipta á rúmunum!!! Set inn mynd fljótlega af honum...


Gogoferð afstaðin!!!

Sigurliðið í keiluÞvílíkt og annað eins! Takk fyrir yndislega ferð... lá við harðsperum í maga eftir hláturinn... eða var það eftir allt prumpið! 

Alla vega er annar rassvöðvinn eitthvað að kvarta... en það er eftir keiluna!!! hahha

Við gátum þetta!!! Og komin heim heil á húfi!!! Ja hérna hér.

Myndirnar eru komnar á myndasíðuna...

Og Jóna Guðlaug.... það eru víst myndir af þér á myndasíðunni minni!!!

Myndasíðan er http://myndir.heimaklettur.com/sigthora


Ussumuss!!! Tíminn flýgur í fjörinu... sumarið handan við hornið!

Nú er mars bara nánast hálfnaður og dagarnir bara staldra varla við! Það er nú munur frá því í febrúar!!!!

Stjórnarfundur á morgun, næstu helgi verður ferðin með stelpunum og mökum, helgina eftir það er bústaðarferð með mömmu og pabba og helgina eftir það fer ég með tvö úr unglingaráði á landsþing ungs fólks! Og þá verður mars bara búinn!

Áður en maður veit af verður maður á leið til Marmaris.... í góða veðrið!!! 


Ótrúlegt en satt... !!!

dómararVinkvennahópurinn er loksins að láta verða af því að skella sér saman í sumarbústaðarferð... og það sem meira er, kallarnir okkar fá að fara með!!! Sel það ekki dýrara!

Er einhvern vegin hrædd um að eitthvað komi upp á þannig að allt fari í rugl!!! Þá væri það í stíl við okkur vinkonurnar.

fyrstu gogoÉg man til dæmis eftir því þegar við vinkonurnar vorum í að finna okkur búninga fyrir fyrstu "gallaþjóðhátíðina" okkar. Skil ekki enn hvernig við fórum að því að sættast á nafn á hópinn, hönnunina og ég tala nú ekki um það heitasta... hverjar ættu nú að fá að vera með!!! Tvær af mínum bestu vinkonum, stelpur sem voru saman í handboltanum og fótboltanum en áttu ekkert annað sameiginlegt... eða kannski bara of mikið! Held svei mér þá að það hafi alltaf kastast í kekki hjá þeim, bara ef þær mættust úti á götu. Þær voru alltaf báðar í byrjunarliðunum þannig að ekki var það það... ég veit ekki hvað það var en ef ég ætlaði að vera með einni þá var ekki séns á að hin myndi vera með!  Samt voru þær tvær í gogos spitalahópnum, ásamt mér og 8 öðrum stelpum.

Það sem er bara fyndið við þetta í dag er að þær eru bara ljómandi vinkonur... eitthvað sem ég hefði aldrei tippað á þrátt fyrir háann stuðul!!!

gogoklappÉg man líka eftir því að stelpurnar skyldu ekkert í því að ég skyldi ekki vilja vera í þjóðhátíðarbúning á þjóðhátíðinni '96... búningarnir voru bleikir og svartir klappstýrubúningar og ég átti 8 mánaða gamalt barn... fyrsta til að koma með króa. Ég sá það ekki alveg fyrir mér á labbinu með strákinn í klappstýrubúning!

Á þjóðhátíðAlla vega... þá erum við víst "saumaklúbburinn" sem er hvað snobbaðastur... held að sú sem lét þessi orð falla hafi ekki getað haft hugmynd um að ég væri í honum!  Þessi hefur ekki heldur hitt okkur eftir miðnætti á sunnudagskvöldi á þjóðhátíð í ömmukjólum með varalit á tönnunum og rúllur í hárinu!

Eníhús... við hittumst alltof sjaldan allar... agalega busy allar... við reynum þó og mottóið er "ekki gefast upp á að reyna að hittast" þó við séum bara tvær! Ég vona innilega að allar eigi séns á að hitta okkur hinar eitthvað í ferðinni, ég og kallinn verðum alla vega í allri dagskráinni...  Cool


Ferðafélag Sigþóru!

Komin heim úr enn einni ferðinni. Er gjörsamlega búin á því, andlega og líkamlega...

En ég kom heim úr Herjólfi í gær, þar sem beið mín humarmáltíð og kampavín... 4 mánuðir síðan við gengum í það heilaga... og ég úrvinda!

Allt er komið á fullt... loksins febrúar búinn. Agalega leiðinlegur mánuður eitthvað! Sama hvað maður reynir mikið að brydda upp á að gera í febrúar... þá er það bara til að stytta stundirnar... Nú er kominn nýr mánuður og þá fer maður að brydda upp á nýjum hlutum fyrir fjörið og gleðina!

Tjás beibis og hasta la vista beibí!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband