Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gleðileg Jól & farsælt komandi ár!

Jólamyndin í ár

Elsku vinir og ættingjar.

Takk fyrir að vera hlutar af okkar lífi. Vonum að þið eigið ánægjulega hátíð fyrir höndum og að við hittumst áður en langt er um liðið!

Jólakveðja Sigþóra, Geir, Guðmundur Tómas, Guðný og Signý!


Hux, hux - bangsímonska!!!

Hæ... búin að vera bissí að læra á nýju tölvuna, hugsa um litla veikindamús og vinna!!! Fyrir utan að gera klárt fyrir jólin!

Ég er orðin þvílíkt klár að þvælast um netið, þó aðallega á facebookinu og á leikjaneti í sudoku!!! HVað hefur maður annað að gera við tímann!!! Ég meina það, hver þarf að fara reglulega í þvottahúsið, sópa og annað þegar maður er með 5 manna heimili???

Vorum með voða jólakósý í féló í kvöld, heitt súkkulaði (sko alvöru uppunni!), piparkökuhús, smákökur og málaðar piparkökur, sem við erum búin að vera að dunda í að baka og mála síðustu kvöld!!! Allt frítt handa þeim sem vildu... og það var svei mér gaman að sjá hvað unglingunum fannst þetta gott og gaman. "Sigþóra, gerðir þú alvöru heitt súkkulaði handa okkur??? Og er það frítt???" Bara krútt!!! Svo verður jólaball féló í Kiwanis á föstudagskvöldið, stuð, stuð og aftur stuð!!!

Var að fá jólakortin í hús... og er að finna til heimilisföng, þar sem jú jólakortalistinn hrundi með hinni tölvunni!

Annars er ég að huxa um að setja inn nokkrar myndir núna, svona fyrir þá sem nenna að kíkja hingað inn ennþá!

OG RAGNA JENNÝ... OF KORS! HVENÆR KEMURÐU????


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband