Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Þá er það officialt! We are getting old!

Geir með Signý nýfæddaGeir átti afmæli í gær, 39 ára kallinn. Hann fer alveg að detta í fimmtugsaldurinn!

Buðum mömmu og pabba og tengdó í mat í tilefni dagsins... elduðum úr Landsliðsbók Hagkaupa. Byrjuðum að undirbúa kvöldið fyrir og vorum allan daginn í gær í eldhúsinu!!!!

Elduðum humarsúpu með stjörnuanís (stjörnuanísbragð er notað í kóngabrjóstsykur) og lambalæri með villisveppasósu... með því átti bara að gera gulrótarmauk og bakaðar niðursneiddar kartöflur í kryddjurtablöndu! Skulum segja að þetta hafi verið very spes, gott en ekki eins og við erum vön! Svo var nýbökuð súkkulaðikaka með ís í eftirrétt!!! (Ekki léttist maður þann daginn)

Signý sæta!Í ár eru 20 ár frá fermingu minni og því orðið tímabært að undirbúa árgangsfjör! Svo eru 25 ár síðan Geir fermdist þannig að það verður nóg að gerast hjá okkur í sumar. Verður nefnilega líka ættarmót hjá mér og svo hálfum mánuði seinna hjá Geir. Vinkonurnar ætla með fjölskyldurnar í sumarbústað. Við ætlum út til Tenerife (eigum pínu erfitt með að bíða eftir brottför) og svo er náttúrulega sumarið að koma í Vestmannaeyjum og þá er allt að gerast!

Signý babblar nýtt sleftungumál, hrækir og reynir að líka eftir hljóðum sem hún heyrir. Sérstaklega reynir hún að herma eftir hlátri eldri systkina sinna... það hljómar hjá henni eins og gervihósti!!! Hugsa að hún verði eftirherma!!!


Rólegheit í kotinu!

FebrúarbrosBlessaða gönguveðrið stoppaði stutt... en við Signý látum okkur hafa það.  Löbbuðum í hríðinni í gær og ætlum að labba smá í dag. Við tvær fórum í fyrstu sprautuna í gær og svei mér barnið kann að gráta! Ágætis æfing fyrir lungun sagði Hrund... Trúum því svona tæplega!!!

Við döfnum vel og erum yfir meðallagi flottar skvísur. Hellum alla uppúr skónum með brosinu sem nær langt upp til augnanna og alveg út að eyrum!

Liverpool er náttúrulega ótrúlegt lið, tapar fyrir Barnsley en vinnur Inter Milan!!!

Þetta er víst lífið í hnotskurn... you win some, you loose some!


Frábært framtak!

Ólafur Get ekki sagt annað en að ég sé frekar stolt af "litla" bro núna! Búin að skipuleggja glæsilega tónleika til að styðja við bakið á æskuvini, sem fékk þokkalega að finna fyrir hvað lífið getur verið undarlegt ferðalag.

Á besta tíma lífsins springur bara allt æðakerfið í kringum hjartað og ótrúlegt að hann hafi haldið lífi! Mér finnst eins og ég hafi heyrt í bróðir mínum í gær þegar hann var á leið á bænastund þar sem vini hans var vart hugað líf!

Ég hugsaði margt en aðallega hvaða bull þetta hlyti nú að vera. Hann Steini væri svo sterkur og heill strákur, nýbúinn að eignast stúlku og lífið brosti við litlu sætu fjölskyldunni!

Hef aldrei heyrt talað um ósæðaflysjun og skuggalegt hvernig sjúkdómurinn kemur fram. Einn tveir og búmm. Allt sprungið!

Allir að drífa sig á tónleikanna og styrkja gott málefni. Allir gefa vinnu sína þannig að innkoman rennur óskert til Steina og fjölskyldu! 


mbl.is Styrktartónleikar á Gauknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðið fært!

Haldiði ekki bara að það sé orðið fært á stórum bílum og jeppum, fólksbílum og barnavögnum!!! Nú er bara spurningin hvert skal labba? Sideways

Toyota fékk enga smá auglýsingu í Top Gear í gærkvöldi. Alveg ótrúlegt hvað mér finnst gaman af þessum vitleysingum... 3 bretar að fjalla um bíla! Getur það orðið betra??? Ég veit það ekki. Errm

OOOOg ég er alveg dottin inn í nýju Dexter seríuna... ússímússí!!! Ekki oft sem maður heldur með fjöldamorðingja... en er að upplifa aftur mómentin úr Silence of the Lambs. "I'm having an old friend for dinner!" Wohohohohoho.... Devil

Getum sagt að Chelsea - Liverpool hafi ekki verið skemmtilegasta áhorf. Sýnir sig í því að við vorum farin að tala um síðustu spaugstofu og laugardagslögin. How boring can a game beeeeee? GetLost

Get þó ekki sagt það sama um Man.Utd - Man.City!!! Það var gaman!!! W00t 

Jæja beibís... er farin að vaða úr einu í annað....!

Og ég sver það... það er farið að snjóa aftur... á meðan ég var að blogga um betri færð!!! Jæja, þar fékk ég afsökun til að fara ekki í göngu!!! Whistling


Tenerife!

Hótelið sem við ætlum að vera á!Bara kæruleysi á minni og bókaði ferð fyrir fjölskylduna til útlanda!!! Stingum af 27. maí í tvær vikur... hlakkar ekkert til... NOT!!!

Í gær át maður yfir sig af bollum og í dag sprengjum við okkur á saltkjöti og baunum, sleppum túkallinum.... allt í boði mömmu og pabba! Þurfum að finna fleiri svona daga... svo maður þurfi enn sjaldnar að elda. Ekki að ég geti kvartað, þar sem mamma telur það skyldu sína að bjóða hele hrúgan minnst einu sinni í viku í mat!!!

Ég er skrýtin skrúfa, léttisr á meðgöngu en þyngist þegar ég er með barn á brjósti! En er búin að endurnýja líkamsræktarkortið og þá er bara að fara af stað, mamma búin að bjóðast til að hafa Signýju á meðan ég hreyfi á mér rassgatið, þannig að ég hef ekki eina einustu afsökun lengur! Við Signý erum búnar að hafa það allt of gott!!! Ef það er hægt! HOHOHO

Haldiði ekki að kellan sé tilnefnd sem einn af bloggurum ársins 2007 hjá honum Slinger og bið ég ykkur ekkert frekar en þið viljið að kíkja og kannski gefa einum bloggara atkvæðið ykkar!!!

Þar til næst, farið varlega í umferðinni!!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband