Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Jólin og kvefpestin!

Þetta eru búin að vera undarleg jól! ég náði mér í einhverja kvefpest sem fór svona agalega í raddböndin á mér.

Jólin byrjuðu hefðbundin með hangiketi, sviðum og salkjöti hjá mömmu og pabba. Þorláksmessuskötuna fengum við hjá Sverri og Laufey á Ásbyrgi. Við héldum svo upp á afmæli barnanna. Aðfangadagur var eins og vanalega... heima hjá okkur. Nautalundin bara geggjuð, þó ég segi sjálf frá.

Jóladagur, dagurinn sem við höfum alltaf eytt hjá ömmu Lillu! Mamma tók daginn upp á sína arma... hittumst snemma og spiluðum og borðuðum. Á annan í jólum fórum við til tengdó í mat þar sem Sandfellsættin er löngu búin að sprengja utan af sér allt húsnæði og því nánast ómögulegt fyrir hvern sem er að halda jólaboðið.

Vinna á 3ja í Jólum og við máluðum nýju herbergi barnanna... merki um að þau séu að verða gömul... vilja fá herbergi á neðri hæðinni.

Í dag skellti ég mér í vinnu... dugði nú frekar skammt, komin með hita, svitnaði við að sitja við skrifborðið...

Ég er enn raddlaus... hún er í jólafrí, þessi elska... heldur greinilega að hún sé kennari og kemur þá líklegast til starfa 3. janúar!


Söngur og gleði jólanna

Guðný og bekkjarfélagarnir að fara um bæinn syngjandi!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í dag var mér tjáð að dóttir mín hefði geislað af gleði og innlifun þegar hún söng fyrir bæjarbúa í morgun með bekknum sínum.

Hún hafði nú á orði í morgun að Þvörusleikir væri bara pínu nískur í ár... og þau sem fóru svo snemma að sofa!

Ég meina Þvörusleikir vissi ekkert af því að þau systkinin áttu að taka til í herberginu sínu í gær!

Líklegast fannst henni að Liverpoolfáninn sem bróðir hennar hengdi upp á vegg í herberginu hafi haft einhver áhrif, hann hlyti að halda með einhverju öðru liði!!!

Skipulag á afmælisveislu skvísunnar stendur yfir. Hún vill hafa það þannig að allir komi í snjófatnaði með eitthvað til að renna sér á. Pabbi hennar á að keyra alla niður á Stakkó og þar verður brunað í einhvern tíma... Á meðan á mamma hennar að hita súkkulaði og baka köku... helst skreytt piparkökuhús fyllt með nammi!!! Engar kröfur... hugsa að ég nái nú að snúa henni yfir í piparkökur og afmælisköku!

Ég verð víst að fara að gera eitthvað því að veislan á að vera á sunnudaginn og við að fara í matarboð í kvöld og á jólahlaðborð annað kvöld!

Svei mér... Jólin koma á ógnarhraða og ég er ekki einu sinni farin að spá í jólakortunum!


Liverpool klikkaði náttúrulega ekki... frekar en fyrri daginn!!!

This is AnfieldSkelltum okkur í brúðkaupsferðina, hjónakornin. Fengum líka þetta brilliant hótel, frábær borg sem greinilega aldrei sefur og sigur á Fulham, þar sem fjögur mörk voru skoruð... Carra setti eitt í kaupbæti!!!

Fórum á föstudaginn með flugi til Manchester, rúta til Liverpoolborgar og farangrinum hent inn á herbergi á Radisonshótelið... beint út aftur að finna okkur eitthvað að borða og skoða miðbæinn sem var í fimm mínútna labbi frá hótelinu!

BreakfastiðTókum laugardaginn snemma, fengum breakfast í beddann, leigubíll í Liverpoolbúðina í miðbænum... ómæ... hundrað manns bara í biðröð til að fá að borga... fyrir utan alla þá sem voru að velja sér og skoða! Allir rekkar að verða tómir og hver að verða síðastur að ná sér í búning, trefil og húfu fyrir leikinn!!! Að missa sig í LiverpoolbúðTveir tímar hurfu á nótæm... Leigubíll til baka á hótelið... losuðum okkur við pokanna, fórum í græjurnar og aftur í leigarann og nú á Anfield!!! Þar var nú bara biðröð til að komast inn í hina Liverpoolbúðina... sko engin smá biðröð... varð eiginlega til þess að maður skammaðist sín að hafa verið að spá í mannþrönginni í hinni búðinni!!! Þar gat maður alla vega labbað inn án þess að fara í klukkutíma biðröð til að komast inn!!!

ZendenGóður klukkutími í leik, rúta leikmanna liðsins keyrði upp að Anfield en hrúgan af fólki varð til þess að maður sá nákvæmlega ekkert!!! Við inn á völlinn, skoða aðstæður maður! 3ja sætaröð varð til þess að við vorum nánast inni á vellinum... myndavélin tekin upp. Zenden og Paletta greinilega ekki í hópnum þar sem þeir röltu hringinn, heilsuðu upp á áhorfendur og gáfu eiginhandaráritanir... dofin við, föttuðum ekki að láta þá skrifa á miðanna okkar!!! Nót tú self: Ef þú átt séns á að láta Liverpoolleikmann skrifa á eitthvað, gerðu það þá!

Tók fullt af myndum á vellinum... sjáið hluta af þeim inni á myndasíðunni!

aukaspyrnaFengum að upplifa YOU NEVER WALK ALONE beint í æð (gæsin mætti), stemmningin að sjá fjögur mörk... úff... að heyra í Bretanum kalla mótherjana SJÆT villt og galið... Hefði aldrei trúað þessu SJÆT (SHIT á íslensku).

Þegar leikurinn kláraðist hrúguðust náttúrulega 43900 manns út á götu... og helmingurinn af þeim ætlaði sér að ná í leigara!!! Við ein af þeim. Spurðum löggu á staðnum hvar best væri að ná í hann... jújú, bara að labba í aðra hvora áttina og vinka einum! Við löbbuðum af stað og löbbuðum í góðan klukkutíma, sem betur fer í rétta átt... þar sem við rákum augun í hótelið þegar við vorum búin að labba í þrjúkorter... spurning um að vera með innbyggðann áttavita... hmmmm

LiverpoolfansFórum í bað, klæddum okkur upp og fórum á Ítalskan út að borða.  Skröltum um miðbæ Liverpool og hittum fullt af Bretum, tókum þá tali og skemmst er frá því að segja að við fengum ekki að taka upp veskið fyrr en við komum aftur upp á hótel fjórum tímum seinna. Á meðal þeirra sem við hittum var fyrsti kærasti Karenar okkar Burke, hmm, kannski eini kærasti hennar!!! Lítill heimur!

Þegar við komum á hótelið voru flestir Íslendingarnir enn á hótelbarnum, ekki enn farnir út úr húsi!!! Vissu varla hvar miðbærinn var, hvað þá hvar The Cavern var... The Cavern er BARA frægasti pöbb Liverpool... og þá aðallega fyrir að Bítlarnir spiluðu þar 298 sinnum á sínum fyrstu árum og að vera langt neðanjarðar (ætli þeir hafi fengið hugtakið Undergroundmúsik þaðan?) þannig að við tókum hina í túr um miðbæinn!!!

Rölt meðfram Mersey RiverSunnudagurinn fór í Jólagjafaleiðangur, lögðum okkur aðeins seinni partinn þar sem laugardagskvöldið sat enn í okkur! Fórum út að borða á kínverskan... mmmmmm. Pöntuðum okkur einhvað svona fyrir tvo!!! Átum helminginn... og sprungum nánast á tveimur tímum... röltum meðfram Merseyriver og skröltum á hótelið... svei mér ef laugardagskvöldið sat ekki enn í okkur. Ákvað að pakka mestu því að mánudagurinn var planaður.

Í viðtali?Fórum á Anfield í skoðunarferð, kíktum í hina Liverpoolbúðina, komum ekki tómhent út!!! Fórum á Bítlasafnið og röltum um Albert Dock og fengum okkur að borða á skemmtilegum veitingastað/pöbb. Leigari upp á hótel og rútan tekin til Manchester... og flugið tekið heim!

Misstum okkur í fríhöfninni eins og yfirleitt... og vorum stoppuð af tollara, sem spurði og spurði og spurði... Honum fannst við vera með mikinn farangur... hvaða vitleysa!!!

Jæja... meira seinna!!! 


Hjónabandið greinilega að virka!!!

GeirGeir tók þátt í því að krossleggja fingur (sbr. síðustu færslu) og er nú í fatla! Spurning um að vera ekkert með svona tillögur... sérstaklega ekki svona erfiðar!!!

Geir er nú líka farinn að taka að sér ýmislegt smálegt í hjónabandinu, svona það sem ég sá aðallega um í óvígðri sambúð okkar... en þar er ég að meina þann verknað, að liggja á sjúkrahúsbekk, með lækni við hina ýmsustu líkamsparta, að munda tæki og tól! Þar sem hlutfallið var fyrir vígslu 10-1 mér í vil... treysti ég á að þetta verði nokkuð jafnara í vígðri sambúð, en staðan er nú 1-0 honum í vil.

Eigum við ekki að segja að ég hafi unnið heimaleikinn (gjörsigrað væri kannski réttara) og útileikinn er ég ekkert spennt að vinna... Kallinn kominn yfir og eigum við ekki að vona að staðan verði óbreytt næstu misserinn!!!

Er þetta samt ekki típísk við??? Rétt ófarin til útlandsins og þá er einhver komin í fatla!!! Hver á að hjálpa mér með alla pokanna... og töskurnar!!! Nú getum við BARA farið með 3 töskur... í stað þeirra 4 sem ég hafði hugsað mér að troða út í LIVERPOOL!!!

Geir hafði þó vit á því að skaða sig ekki stórkostlega (ég sé greinilega enn um það) og komumst við því í ferðina... Hann hafði líka vit á því að slasa bara vinstri (hann er rétthentur) þumalinn. Þannig að höndin sem hefur staðið í ströngum æfingum í glasalyftingum, þarf ekki að tilkynna veikindi!!!

 Kveðja frá Draumalandinu... Sigþóra 

P.S. það er bara hálf undarlegt að horfa á manninn sinn liggja svona á staðnum sem ég hef verið allt of oft á á undanförnum árum!!! Mér fannst hann nú bara vera að stelast... svona svipað og maður sé á leiðinni í rúmið og hann væri mín megin!!! 


Liverpool og afmæli!!!!

afmæli mömmu 030Nú gengur í garð afmælishryna barnanna minna!

Guðmundur Tómas á morgun og Guðný eftir hálfan mánuð... og ég á leið til Liverpool á föstudaginn............ hlakkar agalega lítið til eða þannig!!! Liverpool - Fulham... krossleggjum fingur og treystum á svipaðan leik og í gær!!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband