Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Kjósunóttin ógurlega!!!

Gó Magni... gó Magni!!!

Magni og Toby geggt sexý....!

Nú er bara spurningin... held ég mér vakandi til að kjósa trilljón sinnum í nóttinni???


Undirbúningurinn á fullu!

Haldiði að ég hafi ekki fengið þessi líka fínu jakkafótin á Guðmund... og hann valdi þau sjálfur... og svo valdi hann bleika skyrtu með bleiku og gráu bindi! Smekkstrákur á ferðinni... og svo vantaði líka skó... en fékk þá heimlánaða.  Set inn mynd af honum í fötunum þegar ég nenni!

Nú Dúddí var svo yndisleg að lána mér brúðarmeyjarkjól á Guðný... hann var bara geggjaður... en allt of lítill. Guðný var nú ekki tilbúin í að viðurkenna að hann væri of lítill.... þrátt fyrir að geta ekki hreyft sig í alltof stuttum kjólnum! En Dúddí klikkar ekki... er á leiðinni út og ætlar að finna stærri fyrir mig eða Guðný. Hún á víst að vera í honum!!!

Svo gerði ég það gott í vinnunni... gekk frá nánast öllum ráðningum í Féló í dag.

Ji hvað ég er dugleg.... það er svo erfitt að vera ég!!!


Komin á nýjan stað...

Ég get alveg viðurkennt það að ég er komin hingað inn bara af því að ég fæ frítt myndapláss.... algjör nirfill ég!!!

Skrítið hvað lífið getur breyst skyndilega. Þá er ég ekki að tala bara um í bloggheimum heldur bara í þessu blessaða lífi okkar...

Ég var að fara yfir sparifötin okkar fyrir næstu helgi og kanna hvort ég þyrfti að fara með eitthvað af fötum í hreinsun, þá dettur mér í hug, rétt sisona að láta Guðmund Tómas máta jakkafötin sín!!! Eins gott að ég gerði það tímanlega... því að þau eru allt of lítil, ekki smá of lítil, snolluð heldur ALLTOF... og hann notaði þau síðast um jólin!!! Stefnan er því tekin í Miðbæ í fyrramálið þar sem ég get ekki látið barnið mæta í gallabuxum í jarðarför... og svo þarf hann líka fín jakkaföt því að hann verður hringaberi í nóvember!

Framundan verða einhverjar breytingar á síðunni... svona á meðan ég er að læra á þetta kerfi hérna!!!

Kveðja Sigþóra


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband