Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Guðný og handboltinn!

419306AGuðný fór að keppa í fyrsta handboltamóti vetrarins, haldið af HK í Kópavogi. Hún fór á föstudaginn, leiddi ungverska handboltalandsliðið inn á völlinn fyrir landsleikinn, fékk barmnælu frá Ungverjunum og plakat frá íslenska landsliðinu. (Myndin hér til hliðar er akkurat úr þeim leik.)

Eldri stelpurnar skipuðu A og B liðin en Guðnýar árgangur skipaði C liðið, reyndar "skrópaði" ein í ferðina vegna flughræðslu (á meðan hinar voru allar "í skýjunum" yfir því að sleppa svona einu sinni við Herjólf) og það varð til þess að þær náðu ekki í fullt lið, vantaði einn leikmann til að fylla upp í liðið.

Keppnin hófst svo snemma á laugardagsmorguninn, þar sem Guðný náði að detta á hendina og beygla litla fingur eitthvað. Skvísan harkaði það náttúrulega af sér, enda gerð úr alvöru efni (borgar sig að leggja vel og vandlega í í byrjun) og alin þannig upp að maður er ekkert að væla heldur klárar það verkefni sem liggur fyrir!

Skemmst er frá því að segja að þær unnu alla sína leiki og ég minni á að þær voru ekki með fullmannað lið, spiluðu án línumanns. Sigrarnir voru ekki tæpir (minnir að Guðný hafi talað um að minnsti sigurinn hafi verið 7 - 2) og fengu þær bikar og verðlaunapeninga um hálsinn í viðurkenningarskyni!

Við foreldrarnir, ákváðum nú, af fenginni reynslu, að láta kíkja á fingurinn á stelpunni þegar hún kom heim... þar sem hann var orðinn vel bólginn og blár. Hún lét okkur nú vita að það hafi verið pínu vont að grípa boltann en hún náði nú samt að skora og spila alla leikina.... eða eins og hún sagði: "Ekki gátum við spilað tveimur færri!"

Alla vega... Einar kíkti á skvísuna þegar heim var komið, lét taka myndir og jú... daman er fingurbrotinn!!!

 


Meðganga á síðustu metrunum!!!

Vonum að storkurinn villist ekki mikið!Eða vonum alla vega að þetta séu síðustu metrarnir.

Eitt sem ég hef komist að, meðganga og svefn að næturlagi eiga ekki saman!!! Af hvaða ástæðum, hef ég ekki hugmynd um! Ég ligg í rúminu frá svona 22 til 3, 4 og horfi á klukkuna tikka. Barnið sparkandi og látandi eins illa og mögulegt er. Rölti fram og fæ mér vatnssopa, fer að pissa, les tvær til þrjár blaðsíður (hef ekki eirð í meira), loka augunum og opna þau aftur, skipti um stellingu!!!

Svo kemur að því að vekjaraklukkan hringir... því að jú það þarf að koma krökkum á lappir og það sem fylgir því... svo legst ég aftur í rúmið svona um hálf níu... og í mörgum tilfellum, bara grjótsofna! Stundum til hádegis, aðra daga til 10 og enn aðra daga ekki neitt!

Skil svo ekkert í því að ég sé farin að sjá rúmið í hyllingum strax eftir kvöldmat! 

Þetta eru ný sannindi fyrir mér, enda löngu búin að gleyma því hvernig meðgangan var með þessi tvö sem ég á fyrir... kannski það eigi þátt í því að það eru 10 og 12 ár síðan ég gekk með þau???


Hoffman að "meika" það???

Hljómsveitin HoffmanBlaðamaður Rolling Stones er frekar sáttur með Ólaf litla bróðir og félaga hans í Hoffman!!! 

Maður verður nú að fá að monta sig lítillega í bloggheimum... set inn fleiri linka á greinina þegar og ef ég finn þá! Veit að það var fjallað um þá í Grapewine... en merkilegt hvað þeir ná alltaf að heilla þessa útlensku...


Lífstíðarfangelsi!

Fékk "kött" í hálsinn við lesturinn á fréttinni!

Á varla orð til að lýsa því hvernig mér líður eftir að hafa lesið greinina... Líklegast var hún sett á geðsjúkrahúsið því að fangelsin tóku ekki 15 ára krakka inn til sín...!

Hvernig er þetta bara hægt?

Ætli engin skammist sín í dag... eða eru allir sem stóðu að málinu kannski bara löngu dauðir?


mbl.is Frelsuð eftir 70 ára vist á stofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðarstarf?

Það sem börnin læra í skólanum... hér er afrakstur úr upplýsingatæknitímunum!

Teiknimynd sonarins


Heimanám og samræmd próf!

argAlveg get ég orðið geðveik á þessu blessaða heimanámi.

Tala nú ekki um þegar krakkarnir koma heim með hluti sem er ekki enn búið að kenna! Er ég kennarinn....??? Hef ég forsendur til að kenna barninu mínu aðferðir til að deila??? Margfalda brot??? Finna út flatarmál þríhyrnings??? Ég þakka bara Guði fyrir að ég kann þessa hluti nokkuð vel, en bara verst að þessa daganna er ég kannski ekkert úber þolinmóð við þessi blessuðu börn mín... en það lagast vonandi á næstu 3-4 vikum, þegar meðgönguhormón fara dvínandi!!!

Allt í lagi heimanám í litlu magni og sem upprifjunarefni en kommon... skila heimanámi í íslensku, stærðfræði og landafræði sama daginn og að læra undir próf í náttúrufræði sama dag og við erum að tala um að krakkinn sé í 5. bekk!!! 

Krakkarnir mínir hafa bara agalega takmarkaðan tíma til að læra heima... og ég held að dóttir minni hafi fundist ég bara stórundarleg að láta hana sleppa frjálsíþróttaæfingu til að eiga einhvern möguleika á að klára pakkann!

Annars er ferlegt hvað krakkar eiga misauðvelt með námið... og jaðrar þetta við mismunun!!!  


Undarleg fyrirsögn!!!

Ég hélt að búið væri að metta íslenskan markað með heitum pottum en neinei fréttin er um það að ekki sé að draga úr eftirspurn á fiskibátum!!!

HMMMM.... Það er kannski bara ég sem sé ekki samhengið!

Annars er ég á leiðinni í klippingu með allt stóðið... ekki að það sé fréttnæmnt, kannski fyrir utan það að ég þurfti ekki að snúa svo mikið upp á handlegginn á syninum til að fá hans samþykki fyrir skerðingu á hárinu á höfði hans. Honum finnst þetta bara tímaeyðsla og óþarfi... ég má víst þakka fyrir... sumir jafnaldrar komnir með strípur og nota dýrara efni í hausinn á sér en fyrirsæturnar!!!


mbl.is Þurfa ekki að auka framleiðslu á heitum pottum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein af dýrmætustu eignunum!

M-E-Photo%20baby%20in%20handVar að lesa frétt á Vísi.is þar sem segir frá þjófnaði á fæðingardeildinni á landspítalanum. Myndavél og fleiru var stolið á meðan nýbakaðir foreldrar fóru að fá sér í gogginn... Það versta er náttúrulega myndirnar sem voru á myndavélinni af nýfæddu barninu!!! Hugsið ykkur, að eiga ekki neina mynd af fyrstu sólarhringum barnsins þíns!!! Ég væri enn grenjandi...

Svo er það eitt... hver hefur samvisku til að taka "minningarnar" frá nýbökuðum foreldrum? Er ekki hægt að skila alla vega minniskubbnum?

Annars gleymi ég því seint þegar ég gleymdi myndavélinni minni inni í tjaldi á þjóðhátíð, fattaði það svona klukkutíma seinna og myndavélin stóð á borðinu... en búið að stela filmunni úr henni!!! Ég velti því mikið fyrir mér... af hverju náði ég mynd, sem mátti ekki komast upp???

Annars líður okkur hérna á Bröttó bara vel, líður samt eins og ég sé pínu marin inni í mér, höfuð barnsins búið að ýta mikið á rifbeinin og svo eftir snúninginn sjálfann... en það lagast. Mér líður mikið betur, sef betur, kúlan ekki eins há og því auðveldari og léttari öndun. Góðar hreyfingar í gangi og farin að finna þrýsinginn niður á við!

Þannig að allt lúkkar vel... held samt ég reyni að fá að hitta á Drífu ljósu fljótlega, svona til að staðfesta að krílið sé ekkert að snúa sér til baka og að allt sé eins og það á að vera!


Krílið á hvolfi!

Jæja, loksins... krílið komið á hvolf... eins og allt á að vera. Vendingin gekk eins og eftir bókinni... ekkert spes gott sko en hvað lætur maður ekki yfir sig ganga fyrir þessi rassgöt, smá áhyggjur en svo eftir korter jafnaði hjartslátturinn sig og ég fór að finna aftur hreyfingar. Fengum meira að segja heimfararleyfi í dag og því er stefnan sett á Herjólf í kvöld...!

Klára sem sagt meðgönguna eðlilega og fæ líklegast að eiga í Vestmannaeyjum...

Guðmundur Tómas er að fara að keppa alla helgina og Geir verður á námskeiði þannig að ég ætla bara að hafa það gott, hvíla mig, þvo þvott og undirbúa heimilið og sjálfan sig!

Gott með þig, komin með svona svartan mann..... með svona stórann t***i!!!


En ekkert að gerast í snúsnúmálinu!

Var í skoðun í dag... krakkarassgatið neitar sem sagt að snúa sér.

Ég fer í blóðprufu í fyrramálið, sónar annað kvöld og Herjólf á fimmtudagsmorgun, þar sem ég þarf að mæta á landsspítalann kl. 1500 í skoðun og líklegast reynd vending.

Veit sem sé ekki hvort ég er að fara að pakka niður fyrir einn dag, þrjá daga, viku, hálfan mánuð, fyrir mig og kallinn, fyrir lítið barn eða hvað...

Allt hringsnýst í hausnum á mér núna... pleh


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband