Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Vinna úti!
26.6.2007 | 17:31
Agalega er nú gaman að ditta að.... svona fyrir utan hvað það þarf alltaf að kosta hrúgu af péningum, nú og náttúrulega tíma!!!
Hér eru nokkrar myndir af því hvernig okkur er að ganga.... Það er líka spurning um að gleyma sér þokkalega í því að smíða pallinn sinn fína!
Guðný og Guðmundur Tómas eru búin að vera á faraldsfæti með fótboltaliðunum sínum.
Guðmundur fór á Selfoss á miðvikudaginn, skoraði tvö og lagði eitt upp... í 3 -3 jafntefli.
Guðný fór á Sauðárkrók með sínu liði og spilaði þar í A-liði... og unnu alla leikina nema á móti Breiðablik og enduðu í öðru sæti í mótinu.
Guðmundur Tómas er núna í þessum töluðu að spila í Reykjanesbæ við Keflavík og kemur allt í ljós með þann leik síðar í dag.
Guðný er að fara á laugardaginn að keppa í íslandsmótinu og ætlar að verða eftir hjá frænku sinni í viku.
Guðmundur Tómas er að fara á þriðjudaginn á N1-mótið á Akureyri og kemur heim aftur á laugardegi eða sunnudegi.
Þannig að við verðum bara ein heima skötuhjúin... og ég í sumarfríi!!! Hvað á maður að gera af sér??? OOOOO ætli maður finni ekki eitthvað!
Og svo kemur akkurat ein mynd sem sýnir hvernig maður getur farið á bakinu við að vera að smíða mikið pall!!!
Hvernig væri svo að fara að nota sólarvörn... svona þrátt fyrir að búa á Íslandi!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég trúi þessu ekki!
14.6.2007 | 22:19
Ég sem var búin að setja inn í dagatalið að horfa á þættina!!!
Hvaða rugl er í gangi...? Er ekki frá neinu merkilegra að segja? Hver hefur ekki flutt um ævina???
Ekki sá ég camerurnar þegar ég flutti hérna um árið!!!
Aðeins einn þáttur um flutninga Viktoríu Beckham vestur um haf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ný reynsla!
12.6.2007 | 22:47
Ég og Bjarni Fel erum læk ðis eftir kvöldið!!!
Ég prófaði að vera íþróttafréttaritari Rásar 2 í kvöld og held svei mér að ég hafi farið 6 sinnum í loftið með mis gáfuleg innslög!
En að leiknum sem ég var nú að fréttaritarast á þá stóðu stelpurnar sig bara mjög vel, 14 - 17 ára fyrir utan háaldraðan markvörð (Karí 21 árs) að keppa á móti meistaraflokk UMFA og töpuðu bara 2 - 0.
Já, ég segi BARA af því að ég hélt að meistaraflokkslið með 3 útlendinga myndi taka títlurnar okkar í nefið!
Það skemmdi ekki fyrir áætlunum okkar í kvennaráði að keyra meistaraflokk í fullan gang í haust...
Já, ég sagði okkur því að ég var plötuð í að taka að mér formennsku í kvennaráði ÍBV knattspyrnu... ofan á að vera í stjórn pæjumótsins sem er bæðevei í vikunni... og ég að starta vinnuskólanum!!! GOOOOOOOOOD TIMING!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Viskubrunnurinn Garfield
11.6.2007 | 03:20
Hef verið í dvala ennnnnn.... er loksins búin að finna út af hverju ég lít út eins og ég geri!!! Garfield færði mér sannleikann að gjöf!
Annars er maður bara að bíða eftir sumarfríi... en þar til:
- sónar á morgun.
- leikur hjá syninum á miðvikudag.
- pæjumót í vikunni og Guðný kannski þar í uppfyllingu.
- Guðný á mót á Sauðárkrók.
- leikir hjá ÍBV mfl.
- vinnan maður ekki má gleyma vinnunni... sem er alveg að ná að drekkja mér á þessu andartaki...
Allt þetta er ástæða þess að ég sef ekki þessa nóttina... spenna eða tilhlökkun eða stress... ég veit það ekki!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tyrkjarán nútímans!
1.6.2007 | 10:46
Las grein á eyjar.net eftir Arnar G. Hjaltalín og ég verð að segja að ég er ánægð með kallinn! Verð að vera sammála honum...
Hvernig eigum við að fara að því að treysta mönnum sem hafa ítrekað logið upp í opið geðið á fólki... snúið sér við og gert það sem allir óttast!!!
Ég vildi að ég ætti bréf í Vinnslulstöðinni... ég myndi geyma þau undir koddanum (eða þannig) og halda í þau sem fastast!!!
PLÍS haldið í bréfin ykkar sem fastast!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)