Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Vaðið úr einu í annað!
23.4.2008 | 16:12
Er með skottið mitt í fanginu... og hana langar svo að rífa og tæta í lyklaborðið og tölvuna! Mann langar að rusla til strax fimm mánaða! Tíminn ótrúlega fljótur að líða, 5 mánuðir liðnir og Geir á bara viku eftir í vinnunni til að komast í fæðingarorlof. Hann held ég að geti ekki beðið... dagarnir bara lengur að líða ef eitthvað er!
Signý vex hratt, dafnar vel og þroskast... dinglar öðrum fæti og fylgist vel með öllu sem fram fer. Hún veit líka svona ljómandi vel hvað hún vill og er svo heppin að eiga mömmu sem skilur hana voða vel .
Fjölskyldan öll er orðin óþreyjufull að bíða eftir að komast í sólina og segja skilið við heimanámið og alla aðra dagskrá sem vetrinum fylgir. Húsmóðirin hefur á stundum á tilfinningunni að hún sé enn í skóla... og þarf að muna eftir að minna á heimanámið reglulega því að ekki muna börnin sem eiga að læra eftir því að læra heima!!!
Jæja, nóg komið af tuði og tjútti... komið vorfrí með ritgerðum og öðru sem tveggja daga frí í skólanum kallar nauðsynlega á og við á leið í ferðalag og fermingu! Ég ætla sko ekki að taka skólabækurnar með!!!
Er ég byrjuð aftur!!!???
Eníhús... ég er á leiðinni á Jet Black Joe með fullorðnu í fjölskyldunni minni og er ég handviss um að Arndís Ósk vinkona og Sigga frænka og allir aðrir sem stíga á stokk, verði eins og best verður á kosið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað er að frétta???
15.4.2008 | 16:52
Jú sælar!
Langt síðan ég setti eitthvað inn, maður lifandi! Við höfum verið agalega bissí... við að gera ekki neitt! Skellum okkur í göngu, í kirkju og that's about it!
Nennum varla að vera til svei mér þá!!!
Nema hvað... við skelltum okkur í afmæli til hans Gogga um daginn og stelumst til að birta myndir frá Helgu Gogga af systkinunum.
Brjálað er að gera um þessar mundir í árgangsmálum, skipulag árgangsmótsins og síðan okkar. Ég er pínu í því... af því að ég hef ekkert að gera!
Pæjumótsnefndin fundar líka í vikunni... en ég var held ég búin að segja mig úr henni! En ég er samt boðuð og þá náttúrulega verð ég að mæta, er það ekki???
Svo fer knattspyrnusumarið að fara í gang! Það þýðir að leikskráin er að fara úr húsi... og þarf náttúrulega að safna auglýsingum í hana. Vantar þig ekki auglýsingu á góðu verði???
Ég er svo byrjuð í ræktinni... ekkert smá ógó dugleg!!! Hlakkar nú ekkert svakalega til í fyrramálið þar sem fram mun fara fitumæling og viktun! En við notum þessar upplýsingar til að ná árangri!!! Er það ekki bara???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Jæja... er sumarið þá að koma???
4.4.2008 | 13:21
Eða bara vorið... sætti mig alveg við það!
Ég hundskaðist nú út úr húsi eftir síðustu bloggfærslu, fór á Hrauntúnið að kanna ástandið og til að gera klárt í Arsenal - Liverpool í meistaradeildinni. Pabbi samur við sig og því var dautt á öllu, ekkert vatn, engin hiti og allt úr sambandi! Ég náði nú að finna út úr því að stinga í samband... ákvað að vera ekkert að stressa mig á hinu! Hringdi í Geir og bað hann um að koma með vatn svo ég gæti gefið Signý grautinn sinn í kvöldmat!
Áttaði mig þó fljótlega á að ég varð að hækka hitann í húsinu þar sem Signý var orðin ísköld á höndunum þrátt fyrir teppi og sæng!
Seinna áttaði ég mig á nauðsyn þess að setja vatnið á... en þá var löngun í kaffi (kuldinn hafði sitt að segja) orðin sterk... og svona ef einhver þyrfti að nota klósettið á þessum 2-3 tímum sem áætlað var að vera þarna!
Leikurinn kláraðist svo sem ágætlega, heimaleikurinn eftir og nóg að halda hreinu! En heimförin þennan dag var eiginlega skrautleg! Sem betur fór var Geir á bílnum þannig að hann og börnin fóru á honum heim en ég fór af stað með vagninn og varð að liggja ofan á honum svo að hann myndi ekki stinga mig af! Þegar ég kom heim var ég gjörsamlega búin á því sannfærð um að ég væri komin með asma!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jaðrar við þunglyndi!
2.4.2008 | 15:22
Búin að fá mig fullsadda af veðrinu á bænum!
Nú er rok og rigning. Ekki eins og maður fari mikið í hressingargöngu þegar veðrið er svoleiðis. Fór samt um daginn í svipuðu veðri og varð að labba við hliðina á vagninum til að hann fyki ekki á hliðina!
Grautfúl... og ætla þess vegna ekki að ergja ykkur meira í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Er vorið loksins að koma???
1.4.2008 | 10:06
Þið getið ekki ímyndað ykkur svipinn á liðinu þegar skriðið var á lappir í gærmorgun... og allt orðið hvítt! Það voru alla vega ekki svipir gleðinnar og orðalepparnir í stíl við það!
Sonurinn kom mér til að líða eins og ég hefði eytt allri nóttinni í að dreifa jafnt og þétt úr snjónum... eins og þetta væri allt saman mér að kenna!!! Honum fyrirgefst þetta enda móðir hans löngu búin að átta sig á því að það sem morgunfúlir segja í morgunsárið þýðir kannski ekkert endilega það sama og ef það er sagt seinni part dags!
P.S. Geir á bara mánuð eftir í vinnu og svo tekur við fæðingarorlof og sumarfríið hans....
P.P.S. Það þýðir að mitt fæðingarorlof er farið að styttast all svakalega í annan endann... en sem betur fer á ég heilt sumarfrí eftir!!!
P.P.P.S. Agalega er ferlegt hvað fæðingarorlofið er stutt! Signý er bara hneta ennþá... finnst eins og myndin hafi verið tekin fyrir viku!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)