Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Loxins, loxins!

Hringdi í Adda í London og fékk myndina... af okkur öllum saman!

06.08.2007 266

Dead sexy... ég veit það!!!


Spurning...

um að rukka eftir einhverju sem er á staðnum, INGA!!!

All svakalegar 

 


Svona af því að...

verið er að líkja Signý við Guðný þá fannst mér tilvalið að setja inn aðra gamla!

thjodhatid_skannad_0002og svo ein önnur uppáhalds af Hjálmari og Guðrúnu Ágústu! Það eru svo fleiri gamlar myndir í Þjóðhátíðaralbúminu.

thjodhatid_skannad_0010


Gamlar myndir!

Geir keypti svakalega græju á ferð sinni um borgina, á útrýmingarsölu hjá BT. Af því tilefni og því að þjóðhátíðin er rétt handan við helgina þá skellti ég inn nokkrum gömlu og uppáhalds!

thjodhatid skannad 0005thjodhatid skannad 0004thjodhatid skannad 0003


STYTTIST

Mamma og pabbi á ættarmóti í sumarTakk fyrir allar kveðjurnar og athugasemdirnar.

Ég hef nú ekki verið sú duglegasta í bransanum þessa daganna!!!

Mamma, til hamingju með afmælið! (Það er viðtal við hana í Þjóðhátíðarblaðinu þetta árið.)

Árgangsundirbúningur er í fullum gangi... og á bara eftir að aukast!!! Eða þannig... ógeðslega gaman samt.

Stelpurnar í fótboltanum standa sig vel og voru að draga sig á vaktir í gærkvöldi... Mismikil gleði yfir vöktunum eins og gefur að skilja!

Eftir að ég fór að vinna hefur lífið og tilveran bara breyst töluvert!!!

Brennan á Fjósakletti á Þjóðhátíð 2008En hvað um það! Nú styttist all svakalega í Þjóðhátíð... og við ÍRIS, INGA og INGA RAGG verðum í einhverri múderingu. Hvað það verður veit nú engin og þá síst við!! Verðum að leggja höfuðið í bleyti fram yfir helgi!

Guðmundur Tómas er að keppa á ReyCup og Geir að spá í að skella sér í borgina og kíkja á hann.

Signý borðar með mestu smjatthljóðum sem hægt er að gera með tveimur vörum! OG ekkki verra að mömmunni finnst þetta alltaf jafnfyndið! (Enda að vinna allan daginn og stundirnar því ekkert allt of margar... sérstaklega þegar skottið tekur upp á því að vera sofandi þegar ég er í hádegismat!)

OG Guðný er að selja brekkustóla ef einhvern vantar fyrir Þjóðhátíðina!!!!!!

SVO er ég búin að vera að missa mig á Facebook! Jóhanna Ýr á heiðurinn af því að maður er fastur í ruglinu!


35 ára goslokaafmælishátíð!

Signý að puðraFyrstu vinnuvikunni að ljúka! Ferlega skrítið að vera farin að vinna aftur, frá litlu Signý minni, draumadós.

Vinnuskólinn er búinn að vera að raka vikri og keyra hjólbörum og moka vikri (eða kvikri eins og Arndís sagði) undanfarið í Pompei Norðursins. Gaman að sjá túristana koma og hella spurningaflóðinu yfir unglinganna sem eru ekki alveg að skilja áhuga útlendinga á þessum sandi!!!

Bærinn er að fyllast af "gervi-Vestmannaeyingum" eins og einn sagði! Hann skilgreindi það þannig að þetta væri fólk sem kæmi aldrei nema mikið stæði til og tittlaði sig alltaf Vestmannaeying á tillidögum!

Mér finnst bara gaman að fá allt þetta fólk í heimsókn, fara í Krónuna og spjalla við fólk sem maður hefur ekki hitt í áraraðir, sem spókar sig með nýja barnið sitt (sem er kannski bara orðið 4 ára)!

Stelpurnar í boltanum gerðu núll núll jafntefli og þær ætla að koma eftir leikinn í kvöld og við í ráðinu ætlum að grilla ofan í þær og spjalla og hlusta á músík, verðum um 30. K

annski hittumst við í Skvísusundinu um helgina!

 


HEFURÐU GAMAN AF BOLTANUM!

Kristín Erna í færiFjölmennum á kvennaleik ÍBV og Þróttar R. miðvikudagskvöldið kl. 20.00.
Lið ÍBV er í öðru sæti A-riðli 1. deildar og Þróttur í því fjórða, því má búast við skemmtilegum og spennandi leik á milli liðanna tveggja sem treysta að miklu leyti á ungar og efnilegar stelpur. 
Aðeins 500 krónur á leikinn.
Vonumst til að sjá þig, Sigþóra Guðm. f.h. Knattspyrnuráðs kvenna ÍBV

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband