Meðganga á síðustu metrunum!!!

Vonum að storkurinn villist ekki mikið!Eða vonum alla vega að þetta séu síðustu metrarnir.

Eitt sem ég hef komist að, meðganga og svefn að næturlagi eiga ekki saman!!! Af hvaða ástæðum, hef ég ekki hugmynd um! Ég ligg í rúminu frá svona 22 til 3, 4 og horfi á klukkuna tikka. Barnið sparkandi og látandi eins illa og mögulegt er. Rölti fram og fæ mér vatnssopa, fer að pissa, les tvær til þrjár blaðsíður (hef ekki eirð í meira), loka augunum og opna þau aftur, skipti um stellingu!!!

Svo kemur að því að vekjaraklukkan hringir... því að jú það þarf að koma krökkum á lappir og það sem fylgir því... svo legst ég aftur í rúmið svona um hálf níu... og í mörgum tilfellum, bara grjótsofna! Stundum til hádegis, aðra daga til 10 og enn aðra daga ekki neitt!

Skil svo ekkert í því að ég sé farin að sjá rúmið í hyllingum strax eftir kvöldmat! 

Þetta eru ný sannindi fyrir mér, enda löngu búin að gleyma því hvernig meðgangan var með þessi tvö sem ég á fyrir... kannski það eigi þátt í því að það eru 10 og 12 ár síðan ég gekk með þau???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já nú fer heldur betur að styttast í fæðinguna.... Leiðinlegt að þú nærð ekki að hvílast almennilega. Maður verður eitthvað svo pirretí pirr þegar maður nær ekki að sofa. Hugsa að barninu sé farið að hlakka svona til að hitta ykkur öll.... hehe Knús til þín mín kæra......

Ragna Jenný (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:37

2 identicon

Hæ Sigþóra mín,

vildi bara heilsa og athuga hvernig þér liði..

Hlakka til að sjá ykkur öll þó þið verðið nú örugglega orðin 5 manna fjölskylda þegar það gerist!! Sakna ykkar og hugsa til ykkar

BIð að heilsa öllum..

Kveðja Þura Stína yngri

Þura Stína (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 21:18

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

já þetta er skrýtið. Ég var svona á mínum tveimur meðgöngum. Svaf agalega illa á nóttunni en gat grjótsofið á daginn. Hvað er það?

ég get ímyndað mér að það sé mikill munur á þínum fyrri meðgöngum og svo þessari. Gangi þér allt í haginn

Jóna Á. Gísladóttir, 3.11.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband