Nýja árið gengið í garð!

Ekki eins og brennunni hafi verið frestað í Eyjum!Jaso... þá er nýtt ár bara mætt á svæðið!  Treystum því að það verði gott og gæfuríkt. Annars blessast þetta nú allt saman á endanum!

Veðrið var barasta ágætt, brennan tendruð á réttum tíma, flugeldasýningin flott og allir gátu verið úti að horfa!

Krakkarnir sprengdu vel og vandlega þetta árið. Stóðu sig eins og hetjur í þessu öllu saman. Hjálpuðu yngri krökkunum með því að halda í hendur þegar aðrir voru að sprengja, hughreystu og skiptust á við það að hugsa um hvort annað!

Hratt og örugglega gekk að sprengja og afgangar ekki til í dag!

Agalega gott að borða eins og alltaf á Hrauntúninu og stóð, að mér fannst, kalkúnninn og fyllingin uppúr annars góðu hlaðborði!

Skaupið var gott, of stutt en það er bara merki um að manni hafi ekki leiðst eins og stundum... krakkarnir voru samt á því að skaupið í fyrra hafi verið fyndnara... Enn einu sinni fær maður vísbendingar um ellikelli sem bankar á dyrnar. En ég ætla ekki að svara strax!!! Og lýg að mér daglega að ég sé ógó ung ennþá!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár.

Sigþóra!!!! ´Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, ert ekkert gömul,

alltaf jafn ung í anda.

Kveðja Gleðibankinn.

ps : ég ætla allaveg að vera alveg eins og þú á þínum aldri :) 

Arndís Ósk (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband