Mjólk í kaffið!

KaffiSkrítið hvað hlutirnir breytast.

Fyrir 3ju meðgönguna drakk ég kaffi og mikið af því, svart og sykurlaust. Þegar ég varð ólétt af Signý hafði ég bara enga lyst á kaffi! Eftir fjóra mánuði langaði mig í pínu kaffi en með mjólk! Úti á Tyrklandi fannst mér nauðsynlegt að fá smá sykur í kaffið, þá komin 6 mánuði. Núna drekk ég ekki kaffi öðruvísi en með mjólk... og helst fæ ég mér eitthvað sætt með, kex, súkkulaðibita eða kandís!

Hmmm bara smá vangaveltur

Ég er Latte!

Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þá aðeins að vel athuguðu máli.

Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

En hvernig kaffi ert þú?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristleifur Guðmundsson

Ég hef ekki gengið í gegnum neina meðgöngu nema þá sem hjálparhella og fórnalamb.

en ef ég ætti að lýsa mér sem kaffi þá giska ég á að ég sé tvöfaldur sterkur Expresso fer lítið fyrir mér og geri fólk brjálað í óhófi.

annars er slet sama ef að drykkurinn minn hefur upphafstafin K eins og ég, og inniheldur nógu fandi mikið af kofeini er ég sáttur.

Kristleifur Guðmundsson, 5.3.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Eygló

ég drekk ekki kaffi því hef ég ekkert að leggja í þetta málefni..

p.s Eygló, frænka hans Kristleifs og allra hinna

Eygló , 5.3.2008 kl. 17:07

3 identicon

Samkvæmt kaffiprófinu er ég Espresso!

 "Þú ert með eindæmum sjálfsöruggur einstaklingur. Þú ert vandvirkur og samviskusamur en lætur það þó stundum eftir þér að fresta verkefnum til morguns. Þú ert á sífelldri hraðferð án þess þó að það hái þér á nokkurn hátt".

30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.

Gaman að þessu . Hálf skrítið að lesa um allan þennan snjó. Sé þetta ekki alveg fyrir mér í Eyjum ... fyrir norðan kannski en ekki í Eyjum!!!

Sakna ykkar !!!

Lauga (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 20:06

4 identicon

Ég er eins og Beta Frappuccino!                                                             

Ég er nú mikil kaffikerling en mundi nú ekki panta mér kalt kaffi, nema ef að ég myndi tala það óskýrt að þjónninn myndi ekki skilja mig og láta mig fá Ice coffee þegar maður pantar Irish coffee hahahhahahhahahah.

Sigþóra mín, þú skilur þetta þó að hinir sem lesa þetta halda örugglega að ég sé klikkuð.

Kossar og knús frá mér.

Anna Lilja (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 23:15

5 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Ég er latte!  En kalt kaffi drakk ég oft þegar við vorum á Krít það er betra en grískt kaffi sem er Ógeð með stórum staf!!

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 6.3.2008 kl. 09:29

6 identicon

ég er víst TE. haaha sem er örugglega rétt því ég drekk frekar te en kaffi :D

Te!

Þú ert greinilega að taka vitlaust próf, þú átt engan veginn heima hér í kaffiprófinu. Verandi te ertu þó traustur einstaklingur sem bregst ekki vinum þótt lífið liggi við.

Þú ert svart te í vel heitu vatni.

Dísa (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 15:23

7 identicon

Ég er líka Latte...

Jórunn (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband