Furðudagur

Við vöknuðum við vekjaraklukku barnanna kl. 6,35 í morgun, okkur til mikillar gleði. Þau voru svo yfirsig ánægð með komandi skóladag. Í dag er nefnilega furðufatadagur.

Guðmundur Tómas fór í fötum af Guðný, sokkabuxum, bleikum legghlífum, bleiku pilsi, bleikum bol og bleikri peysu, með bleika skupplu á höfðinu og varalit á vörunum.

Guðmundur Tómas þreyttur

Guðný fór í fötum af Guðmundi Tómasi, svörtum flauelisbuxum, blárri skyrtu, bindi, með hárið sleikt til baka, með málaðan hökutopp, yfirvaraskegg og dekktar augabrýr.

 Guðný að springa úr gleði!

Og strákarnir (stelpurnar) hennar Önnu Lilju voru ekki síðri... sem tvær úr tungunum!!!

sjórinn og stelpurnar mínar 030

Skrítið hvað einn lítill viðburður getur gert lífið svo mikið, mikið betra...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heheh bara gæjaleg öll sömul

stefanía (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband