Varúlfurinn og lífið!

VarúlfaspilinÉg lærði spil fyrir einhverjum árum sem heitir Varúlfur og hef spilað það reglulega þegar ég hitti þann sem á spilið! Sá keypti spili í Belgíu og vissi ekki til þess að hægt væri að versla það á Íslandi... Hann var líka búinn að leita á netinu... en ég fékk upplýsingar nýverið um að spilið væri "líklega væntanlegt" í spilabúðina Nexus á Hverfisgötunni! Jújú, stemmir spilið var til... 5 stk. En ekki lengur... Ég keypti 4 stk. Eitt fyrir mig, eitt fyrir Féló... og svo keypti ég tvo stokka í viðbót því að alltaf þegar ég hef spilað Varúlf er einhver sem segir... "og hvar getur maður svo keypt þetta?" Og þá ætla ég að segja... ég á auka!!! Sniðug!!!  Nú höfum við spilað þetta nokkrum sinnum í Féló við mikinn fögnuð... og reikna ég með að Nótt í Féló aðra nótt verði iðandi í Varúlfum!!!

Annars leikur lífið bara við okkur hérna á Bröttó. Við erum búin að finna ferðina sem við ætlum í! Marmaris varð fyrir valinu í þetta skiptið. Já, við erum á leið til Asíu í sumarfrí!!!

Krakkarnir komu heim með einkunnir og megum við alveg vera stolt af okkar afkvæmum... ja svona fyrir utan kannski eitt atriði. Enn markmiðið hefur verið sett og vonandi sjáum við bætingu með vorinu!

Svo er bara nóg að gera... er að fara að vinna á Nótt í Féló á morgun, er að fara með hóp til Víkur í Mýrdal um næstu helgi and so on and so on... og svo voga sumir sér að kvarta yfir því að ekkert sé að gerast... ISSSSSS PISSSSS 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef bara aldrei heyrt minnst á þetta spil, Varúlfurinn

Matta (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 10:32

2 identicon

útá hvað gengur þetta spil eiginlega ??

Hjördís YO (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband