Úff... Febrúar alveg að klárast!

Þessi mánuður er nú voðalega sjaldan skemmtilegur... þrátt fyrir alla "tilbreytingardaganna", konudagur, bolludagur, sprengidagur og einn leiðinlegasti dagur veraldar... ÖSKUDAGURINN. Tímaskekkja dauðans. Krakkar í grímubúningum, í brjáluðu veðri... ég meina, hvernig er hægt að vera alvöru Lína Langsokkur í kuldagalla???

Og ekki lagar það daginn að þetta vesen með að slá köttinn úr tunnunni er á minni könnu... þoli einfaldlega ekki daginn.

Gerum lífið aðeins einfaldara, höldum öskudaginn í maí eða júní, þar sem krakkarnir eru í minni "flensuhættu", frostbitshættu og fokhættu. Þar sem væri hægt að hafa "kattarsláttinn" utandyra...  Nú eða gera bara skemmtilegan dag í skólanum... grímubúningardagur, skemmtun og allir mega koma með hæfilegt magn af nammi... ekki 30 þrista, 400 sleikjóa og ef einhver búðareigandi er sniðugur, límmiðaörk!!!

Oh, þoli ekki þegar ég er í röfl stuði!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

hahaha er mín enþá þunn með vöðvabólgu upp á eyrum og skíta veður...

ég er ekki hissa að það sé röfludagur í gangi hjá þér er bara ekki svona dagar löglegir ég bara spyr? og ég tala nú ekki um það ef þú sért á túr bara til að toppa þetta... síumst babe love   Gleðilegan öskudag.....

inga magg (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 22:43

2 identicon

Hhehehehe guð hvað ég er sammála þér. Mér finnst þessi öskudagur terrible. Sammála þér að það á að vera hægt að breyta þessu t.d. með stórri skemmtun í skólunum eins og gert er á leikskólunum. Mín stelpa fer t.d. í grímubúning á leikskólann og þar er kötturinn sleginn úr tunnunni og allt þetta fjör. Mér finnst þetta líka missa mark sitt þegar krakkarnir fara búð úr búð til að heimta nammi með því að syngja..... ég fíla þetta ekki og hef reyndar aldrei fílað þetta. Skemmtilegasta við öskudaginn þegar ég var lítil var að búa til öskupoka. Svo er líka spurning hvort það sé hægt að koma hefð svipaðri og í ameríkunni að krakkarnir labba á milli húsa og biðja um gotterí og enginn söngur takk. Svo fer það bara eftir því hvaða hús er með kveikt á útiljósinu sem vill taka á móti krökkunum. Þú bara slekkur á útiljósinu ef þú vilt ekki fá krakka í heimsókn.

Matta (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 09:39

3 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Já eða tengja þetta goslokahátíðinni eða einhverju þess háttar!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband