Er lífið eins og JóJó???

Það lítur út fyrir að lífið sé eins og Jójó. Bara misjafnt hvað lífið staldrar lengi við uppi í gleðinni eða niðri í vollinu! En einhvern vegin er það samt alveg á hreinu að lífið er ekki endalaus hamingja... þó að Pollýönnu hugsun geti komið sér vel á stundum!

Jákvæðni kemur manni ansi langt... að sjá hálf fullt glas en ekki hálf tómt... að treysta því að við endann á göngunum sé ljós!  Það kemur náttúrulega fyrir á bestu bæjum að jákvæðnistöflurnar klárast... en þá er bara að vera andskotanum fljótari með áfyllinguna!

Nota niðurkaflana til að læra á sjálfan sig, á þá sem eru næstir manni og umhverfið sitt! Öll reynsla gerir mann að betri manneskju... ef maður vill það! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Jenný Friðriksdóttir

Já það borgar sig svo sannarlega að vera bjartsýnn og jákvæður..:)  En stundum klárast forðinn eins og þú bendir svo réttilega á.  Orkubirgðirnar minar virðast alltaf klárast í febrúar.  Og ekki hjálpaði það til að byrjunin á árinu er búin að vera hreinasta hörmung...... En já.. ´Nú er bara um að gera að reyna að vera fljótur að fylla á bjartsýnistöflurnar.....   Það eru 10 mánuðir eftir af árinu... Þeir hljóta að verða frábærir.....

Ragna Jenný Friðriksdóttir, 14.2.2007 kl. 09:22

2 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Þú fyllir á pilluforðann í Edinborg!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 14.2.2007 kl. 20:49

3 identicon

ok eins og þú veist á var ég að djamma með þér í gær ég kom heim kl,9 í morgun og er að lesa þetta svona 7 tímum seinna og ég skal bara segja þér það að ég skildi valla það sem ég var að lesa, og ef ég skildi einhvað þá var það það að ég var með gleðibankann með mér í gær(áðan) og er búinn að tína honum núna humm,, já þetta er lífið en svona er þetta bara......

LOVE YOU BIG TIME.....

inga magg (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband