Vinna úti!

260607 005Agalega er nú gaman að ditta að.... svona fyrir utan hvað það þarf alltaf að kosta hrúgu af péningum, nú og náttúrulega tíma!!! 

Hér eru nokkrar myndir af því hvernig okkur er að ganga.... Það er líka spurning um að gleyma sér þokkalega í því að smíða pallinn sinn fína!

Guðný og Guðmundur Tómas eru búin að vera á faraldsfæti með fótboltaliðunum sínum.

260607 006Guðmundur fór á Selfoss á miðvikudaginn, skoraði tvö og lagði eitt upp... í 3 -3 jafntefli.

Guðný fór á Sauðárkrók með sínu liði og spilaði þar í A-liði... og unnu alla leikina nema á móti Breiðablik og enduðu í öðru sæti í mótinu.

Guðmundur Tómas er núna í þessum töluðu að spila í Reykjanesbæ við Keflavík og kemur allt í ljós með þann leik síðar í dag.

260607 007Guðný er að fara á laugardaginn að keppa í íslandsmótinu og ætlar að verða eftir hjá frænku sinni í viku.

Guðmundur Tómas er að fara á þriðjudaginn á N1-mótið á Akureyri og kemur heim aftur á laugardegi eða sunnudegi.

Þannig að við verðum bara ein heima skötuhjúin... og ég í sumarfríi!!! Hvað á maður að gera af sér??? OOOOO ætli maður finni ekki eitthvað!

260607 004Og svo kemur akkurat ein mynd sem sýnir hvernig maður getur farið á bakinu við að vera að smíða mikið pall!!!

Hvernig væri svo að fara að nota sólarvörn... svona þrátt fyrir að búa á Íslandi!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þú hefur brunnið, tek undir þetta með sólarvörnina.. kannski spurning um að maka smá á sig !!

annars er pallurinn rosa flottur örugglega næs að liggja þar í sólinni og fá smá lit á sig..ja eða bruna ;) !!

Sif Sig (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 18:42

2 identicon

jidúddamía... verður að passa þig stúlkukind...

Eygló (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 22:21

3 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Þetta er allt í kei-inu núna... er bara orðin brún! Orðin algjort chokó hehehehe

Sigþóra Guðmundsdóttir, 27.6.2007 kl. 16:32

4 identicon

Ááááááiiii !!!

Lauga (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 16:34

5 Smámynd: Ragna Jenný Friðriksdóttir

hehehehehehe...... Þetta gæti allt eins verið mynd af bakinu á mér eftir 5 mín í sól..... Þú samt heppin að verða brún.. Ég brenn bara og verð síðan aftur hvít..... En flottur pallurinn.......  Fæ ég ekki kaffi á pallinum um helgina??? Eða verður þú kannski ekki heima????? 

Luv til þín.....

Ragna Jenný Friðriksdóttir, 27.6.2007 kl. 18:20

6 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Verð heima allann sunnudaginn! Er að fara að farastjórast með Guðný á íslandsmót á laugardaginn. Fer með flugi eldsnemma og kem heim um 20 um kvöldið!

Kaffið verður klárt... segðu bara klukkið og ég fæ kallinn til að baka

Sigþóra Guðmundsdóttir, 27.6.2007 kl. 22:37

7 identicon

Vá hvað þetta er nú ólíkt þér að hafa ekki hugsað um að bera eitthvað á þig hahaha. Bíddu varst það ekki þú sem húðskammaðir mig í fyrrasumar fyrir að bera ekki á mig sólarvörn. En já þetta er nú bara að verða gott með þig og þessar hrakfarir þínar. Erum að hugsa um að fara bara eitthvað annað í frí, annars gætum við lent í einhverjum hrakförum með þér hahahaha. Nei annars belive it or not 2 vikur í MARMARIS.  Kveðja af Illó

Anna Lilja Tómasdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband