Heimanám og samræmd próf!

argAlveg get ég orðið geðveik á þessu blessaða heimanámi.

Tala nú ekki um þegar krakkarnir koma heim með hluti sem er ekki enn búið að kenna! Er ég kennarinn....??? Hef ég forsendur til að kenna barninu mínu aðferðir til að deila??? Margfalda brot??? Finna út flatarmál þríhyrnings??? Ég þakka bara Guði fyrir að ég kann þessa hluti nokkuð vel, en bara verst að þessa daganna er ég kannski ekkert úber þolinmóð við þessi blessuðu börn mín... en það lagast vonandi á næstu 3-4 vikum, þegar meðgönguhormón fara dvínandi!!!

Allt í lagi heimanám í litlu magni og sem upprifjunarefni en kommon... skila heimanámi í íslensku, stærðfræði og landafræði sama daginn og að læra undir próf í náttúrufræði sama dag og við erum að tala um að krakkinn sé í 5. bekk!!! 

Krakkarnir mínir hafa bara agalega takmarkaðan tíma til að læra heima... og ég held að dóttir minni hafi fundist ég bara stórundarleg að láta hana sleppa frjálsíþróttaæfingu til að eiga einhvern möguleika á að klára pakkann!

Annars er ferlegt hvað krakkar eiga misauðvelt með námið... og jaðrar þetta við mismunun!!!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Auðvitað verður heimanámið að vera í takmörkuðu magni en ég er samt að mestu leyti hlynntur því að krakkarnir læri líka með foreldrum sínum - en það þarf þá að vera efni sem þau hafa þegar farið yfir í skólanum.

Svo finnst mér umræðan um heimanám oft vera á villigötum því það eru margir sem halda að kennarar séu að losna við einhverja vinnu með því að senda krakkana með efni heim - þvert á móti því við þurfum jú að fara yfir heimanámið og það tekur tíma.

En svo er líka eitt í þessu. Alltaf er verið að tala um að fólk eigi ekki að taka vinnuna með sér heim. Við segjum krökkunum að nám sé vinna - af hverju ættu þau þá að taka vinnuna með sér heim ? Bara svona smá pæling...

Smári Jökull Jónsson, 22.10.2007 kl. 13:28

2 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Ég er ekkert á móti smá heimanámi, svona til að fá að fylgjast með hvað er verið að fara yfir hverju sinni... en að trekk í trekk komi spurningin "og hvernig geri ég þetta?" er bara ekki það sem heimanám á að snúast um... eða er ég að misskilja???

Jú, nám er vinna... og mér finndist mun skárra að eiga að skila heimanámi á föstudegi heldur en að fá hana þá í hendur! Heimavinnan hangandi yfir hausamótunum á allri fjölskyldunni alla helgina, því að ef að eitthvað er að gerast hjá manni þá er það yfirleitt um helgar og já, bara grautfúlt að vera með alla fjölskylduna í brjáluðu skapi á sunnudagskvöldi við að klára blessaða heimanámið!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 22.10.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband