Jólaskraut og skreytingar!

christmas-lightsHvernig er það? Hvernig fara seríurnar að því að skemmast í geymslunni?

Alltaf skal maður þurfa að endurnýja í einhverjum glugganum um hver einustu jól. Ein jólin reyndar náði framhliðin á húsinu (3 gluggar) að verða ljóslausir að hluta fyrir jól... og ég keypti þau ljós ekki fyrr en á aðventunni! Maður getur nú svekkt sig aðeins á þessu!

Núna erum við sem sagt að fara í gegnum kassanna... og koma öllu á sína staði! Mér er lífsins ómögulegt að muna hvar hinn og þessi hluturinn fékk pláss í fyrra!!! Er þetta þessi nýburagleymska???

Ég þarf sem sagt að fara að koma öllu fyrir og kaupa nýtt í 3 glugga!!! Til hamingju með það! Ætli húsið mitt verði einhvern tímann svona vel skreytt???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú bara verður að gera eitthvað í sambandi við jólaskrautið svo við í bakgarðinum hofum eitthvað til að njóta hjá okkur. Kveðja Valgerður í bakgarðinum

Valgerður (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 15:54

2 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Já, ég veit...

Ekki eins og það sé auðvelt að fara að finna sér seríur með pínuponsubarn!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 6.12.2007 kl. 16:51

3 identicon

Það er rétt hjá þér en þau eru nú ótrúlega fljót að stækka minn er orðin svo stór strákur. Við njótum þess meðan við getum. kv Valgerður

Valgerður (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:05

4 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Nei ég sá það ekki... hjúkk að ég er ekki búin að senda Geir í róttækar skreytingar á heimilinu!!! Það er víst nóg að hafa hann puttabrotinn í vinnunni sinni!!!

Annars tek ég þig á orðinu og set inn nýja færslu á næstu mínútum... þarf bara fyrst að færa myndirnar yfir!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 11.12.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband