Frábært framtak!

Ólafur Get ekki sagt annað en að ég sé frekar stolt af "litla" bro núna! Búin að skipuleggja glæsilega tónleika til að styðja við bakið á æskuvini, sem fékk þokkalega að finna fyrir hvað lífið getur verið undarlegt ferðalag.

Á besta tíma lífsins springur bara allt æðakerfið í kringum hjartað og ótrúlegt að hann hafi haldið lífi! Mér finnst eins og ég hafi heyrt í bróðir mínum í gær þegar hann var á leið á bænastund þar sem vini hans var vart hugað líf!

Ég hugsaði margt en aðallega hvaða bull þetta hlyti nú að vera. Hann Steini væri svo sterkur og heill strákur, nýbúinn að eignast stúlku og lífið brosti við litlu sætu fjölskyldunni!

Hef aldrei heyrt talað um ósæðaflysjun og skuggalegt hvernig sjúkdómurinn kemur fram. Einn tveir og búmm. Allt sprungið!

Allir að drífa sig á tónleikanna og styrkja gott málefni. Allir gefa vinnu sína þannig að innkoman rennur óskert til Steina og fjölskyldu! 


mbl.is Styrktartónleikar á Gauknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æðislegt framtak!! Og flott mynd af óla;) haha

Sunnfríður (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Þetta er rokk!!! hehehe

Sigþóra Guðmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 12:28

3 identicon

Cool hjá Ólafi.......   Enda gæðapiltur þarna á ferðinni sem er vinur vina sinna.....   Ég er barasta líka stolt af honum......

Ragna Jenný (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 11:12

4 Smámynd: Guðný Bjarna

...sæl Sigþóra...  já alltaf gaman þegar familíumeðlimir eru að gera það gott....ég er að fara og sjá bróðir minn ...bóndakall... úr Borgarfirði syngja í óperu í Borgarnesi..og er rosa stolt af kallinum......

....en ég verð að segja ...síðan þín er svo full af svo brosandi og glaðlegu fólki ... að hér er gott að koma.... í brosmilda fjölskyldustemmingu... bestu kveðjur

Guðný Bjarna, 15.2.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband