Nóg að gera..

Hér á bæ er nóg að gerast... Ég er búin að vera að vinna upp tímann sem fór í giftinguna en ekki í vinnuna.  Var að vinna í gærkvöldi á spurningakeppni Hamarsskóla, var líka spurningakeppni í Barnaskólanum á sama tíma. Hver hefur ekki gaman af spurningakeppnum???

Guðmundur Tómas er að fara upp á land að keppa í handboltanum um helgina, Guðný ætlar að fá að vera hjá ömmu sinni á föstudaginn, þar sem ég á að vera í vinnu allan daginn til 2 aðfaranótt laugardags og skipinu hjá Samskip seinkar eitthvað... þannig að hann verður eitthvað frameftir líka!

Anna Lilja og Kjartan eru svo búin að bjóða okkur í mat á laugardaginn... mmmm alltaf svo gott að borða hjá þeim! Ætlum að taka í spil og leyfa krökkunum að leika sér eitthvað frameftir!

Já, alveg rétt... og Anna Lilja skoraði víst á okkur Geir sem matgæðinga vikunnar. Ekki veit ég hvað ég á að velja... veist þú það??? Hefurðu borðað eitthvað hjá mér sem þig vantar uppskrift af?

Svo er aldeilis að styttast í ferðalagið okkar hjónakornanna!!! Bara örfáir vinnudagar og svo bara bæbæ Ísland... HiHi Britain!!! Ekki nóg með það heldur fékk ég tilkynningu í tölvupósti um að það væri búið að skipta um hótel í ferðinni, úr "sæmilegu 3 stjörnu" hóteli (svo ég noti nú orðalag ÚrvalÚtsýnar) í glænýtt 4 stjörnu hótel!!! Við búin að fá miðanna í hendurnar þannig að það er of seint fyrir þá að ætla að fara að hækka verðið á ferðinni!!! Bara Lovlý!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohh alltaf sama lukkan í þér.. settu góða kína matinn sem malli er enn að tala um...

kossar og knús Inga frænka..

inga magg (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 16:59

2 identicon

Hehhehe ... gangi þér vel að koma uppskriftunum þínum á blað .  Er löngu hætt að spyrja... frekar fylgist ég með þér að störfum. Harpa tengdó segir að alvöru kokkar noti ekki uppskriftir svo ég hef fyrir löngu séð það að þú ert sko THE REAL THING enda bragðast maturinn þinn eftir því.

Sigurlaug Lára (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband