Gubbupest og önnur gleði!

krakkarnir í gírnumÞað er alveg spurning um að gera rannsókn á því af hverju allar gubbupestir byrja að nóttu til... þegar flestir eru nógu ruglaðir að fatta ekki að þeir þurfi að æla fyrr en of seint!

Guðný var búin að vera að kvarta yfir maganum á sér á fimmtudagskvöldið þannig að við ákváðum að setja fötu við rúmið hennar. Hins vegar var það Guðmundur sem byrjaði á því í fyrrinótt að æla mjög reglulega. Honum leið svo illa í gær að hann stundi upp þegar höfuðverkurinn var sem mestur: "Mamma, mér líður eins og ég sé að missa vitið!"

Guðný fékk líka að sleppa skólanum af því að það var nú hún sem að var búin að vera að kvarta yfir maganum... og okkur foreldrunum fannst ekki taka því að hún væri að fara í skólann til þess eins að gubba allt út þar. En hún var bara ferskust í heimi í gær... skoppaði um allt, bróðir sínum til ama, en stundi á milli að henni væri illt í maganum!

Ég hundskammaði hana fyrir að vera að plata til að fá að sleppa skólanum.

Nú svo fóru allir að sofa...

Guðný hófst svo handa í nótt... og er búin að gubba nánast á hálftíma fresti í alla nótt! Nú er staðan sú að hún kúgast bara af því að hún hefur engu að kasta upp. Samt er hún hress á milli... hmmm, kannski var hún ekkert að plata í gær??!!??

Helgin verður vægast sagt mjög sérstök... fastur inni að tæma fötur... þvo þvott... elda mat sem engin hefur list á... og bíða eftir að maður byrji sjálfur!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha er þetta lígt skottuni minni frábær helgi hjá þér sínist mér en hún var mjög svipuð hjá mér...

inga frænka.. (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband