Ein af mjög fáum uppskriftum frá mér!!!

Nú fara málin að skýrast.

Maður heldur að maður eigi vini og svo skora þeir á mann í einhverju sem þeir vita að er varla til á heimilinu... og hvað þá að það sé notað! Uppskriftir!!!

Anna Lilja, með engilblíða framkomu og enn ljúfari ásýnd, leynir á sér í kvikyndisskapnum en þetta verður allt fyrirgefið með tíð og tíma! Gott ef ekki fyrr en seinna!

Þar sem orðin sletta, slatti og smá eru ekki vinsæl í uppskriftum þá ætla ég að henda fram uppskrift af "wokmatnum" okkar... sem fólk gerir svo bara að sínu með að setja út í það uppáhaldskryddin sín, uppáhaldsgrænmetið, uppáhalds kjötið og smakkar svo til þangað til það er orðið eins og fólk vill hafa það! Og þá breytir maður til þannig að það er ekkert allt of oft eins á bragðið!!!

Ágætt er að byrja að undirbúa sig um hádegi... eða fyrr eða seinna og setja olíu í skál (mæli með extra virgin (er víst agalega holl)), sletta af tabassco og sojasósu út í olíuna, saxa ferskan chili, rispa engifer rót og mylja pipar og salt útí olíuna. Láta hana standa og leyfa kryddinu að brjóta sig! Því lengri tími, þess bragðmeiri og sterkari olía. Stundum bý ég til nóg af olíu og á hana í flösku þangað til næst. Þetta er þó engin nauðsyn, virkar líka að henda bara öllu saman beint á pönnuna.

Skera t.d lambavöðva niður í hæfilega bita (ekki stærri en munnbita).

Ég nota yfirleitt lauk, rauðlauk, púrrulauk, hvítlauk, sveppi, rófur, gulrætur, paprikur (tvo til þrjá liti til að gera matinn líflegan) og annað girnilegt grænmeti sem ég rekst á, saxa grænmetið gróft, t.d. sveppina í fjóra hluta, rófurnar í strimla og laukana í hringi.

Aðalatriðið er að ekkert sé of smátt, að þú finnir fyrir hverju fyrir sig undir tönn.

Mundu bara að grænmetið á að vera svona 3/4 af matnum sem endar á pönnunni.

Ristaðar hnetur skemma matinn ekki, nema að einhver sé með ofnæmi, alls konar sósur eru líka til, indverskar, tælenskar og hvað það nú heitir allt saman... og þær skemma sjaldnast. Ekki vera feimin við að prufa!

Taktu fram wok pönnu (má líka vera bara venjuleg djúp stór panna) settu hana á helluna og hitaðu hana.

Þegar olían er farin að snarka vel skellirðu kjötinu á pönnuna. Þegar þú ert búin að loka kjötinu skellirðu grænmetinu á pönnunna líka og hrærir vel. Leyfir öllu að malla í rólegheitunum á pönnunni,

Gott er að bera fram með wokinu hrísgrjón, brauð og t.d. gular baunir

Nauðsynlegt er að borða matinn með prjónum í góðum félagsskap, þannig nýturðu þess betur, tekur lengri tíma í að borða, spjallar vel við þá sem sitja við borðið með þér og vonandi eru fleiri en einn tími liðinn þegar allir standa upp frá borðinu, saddir og sælir.Litla familían!

Ætla svo að enda þetta á þvi að skora á elskulega múttu mína að koma með uppskriftina af kalkúninum og fyllingunni í hann og svalasvíninu, svo að ég fái frið fyrir brúðkaupsgestunum mínum!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég var svo heppin að vera upp á fæðingarstofu þegar veislan var þannig ég missti af þessum frábæra mat það eru 2 ár síðann og malli er enn að tala um þetta þannig að ég ætla skora á þig að bjóða mér í þennan dírindis mat en sammt þá bara - hnetur ,,hahaha kv inga ógeðslega frekja.ummmmmm

Inga Magg (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 12:30

2 identicon

Þetta er nú með þeim girnilegri uppskriftum sem ég hef séð.  Sletta og slatti hehehe.  Mundu svo að æfa lesarann, lesa í spegil og æfa sig :)  Hann stendur sig svo vel þessi elska.  En flottar myndir úr brúðkaupinu, það er svo mikil hamingja og glei í svona brúðó myndum :)  Kv. Þórey

Þórey (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 21:29

3 Smámynd: Ragna Jenný Friðriksdóttir

mmmmmm þetta er svakalega girnó..... Ég verð greinilega að kaupa Fréttir... Anna Lilja, þú og nú mamma þín..... Allt snilldar kokkar..........

Ragna Jenný Friðriksdóttir, 23.11.2006 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband