Hjónabandið greinilega að virka!!!

GeirGeir tók þátt í því að krossleggja fingur (sbr. síðustu færslu) og er nú í fatla! Spurning um að vera ekkert með svona tillögur... sérstaklega ekki svona erfiðar!!!

Geir er nú líka farinn að taka að sér ýmislegt smálegt í hjónabandinu, svona það sem ég sá aðallega um í óvígðri sambúð okkar... en þar er ég að meina þann verknað, að liggja á sjúkrahúsbekk, með lækni við hina ýmsustu líkamsparta, að munda tæki og tól! Þar sem hlutfallið var fyrir vígslu 10-1 mér í vil... treysti ég á að þetta verði nokkuð jafnara í vígðri sambúð, en staðan er nú 1-0 honum í vil.

Eigum við ekki að segja að ég hafi unnið heimaleikinn (gjörsigrað væri kannski réttara) og útileikinn er ég ekkert spennt að vinna... Kallinn kominn yfir og eigum við ekki að vona að staðan verði óbreytt næstu misserinn!!!

Er þetta samt ekki típísk við??? Rétt ófarin til útlandsins og þá er einhver komin í fatla!!! Hver á að hjálpa mér með alla pokanna... og töskurnar!!! Nú getum við BARA farið með 3 töskur... í stað þeirra 4 sem ég hafði hugsað mér að troða út í LIVERPOOL!!!

Geir hafði þó vit á því að skaða sig ekki stórkostlega (ég sé greinilega enn um það) og komumst við því í ferðina... Hann hafði líka vit á því að slasa bara vinstri (hann er rétthentur) þumalinn. Þannig að höndin sem hefur staðið í ströngum æfingum í glasalyftingum, þarf ekki að tilkynna veikindi!!!

 Kveðja frá Draumalandinu... Sigþóra 

P.S. það er bara hálf undarlegt að horfa á manninn sinn liggja svona á staðnum sem ég hef verið allt of oft á á undanförnum árum!!! Mér fannst hann nú bara vera að stelast... svona svipað og maður sé á leiðinni í rúmið og hann væri mín megin!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki týpískt svona rétt fyrir ferðina ? Ég lenti líka í fatla 4 dögum áður en ég fór til Glasgow en það eru til ýmsir drykkir til að lina þjáningar og komast allar sínar ferðir með poka og töskur :)

Vonandi batnar eiginmanninum og staðan verði bara 1-0 áfram

Stefanía (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband