Liverpool klikkaði náttúrulega ekki... frekar en fyrri daginn!!!

This is AnfieldSkelltum okkur í brúðkaupsferðina, hjónakornin. Fengum líka þetta brilliant hótel, frábær borg sem greinilega aldrei sefur og sigur á Fulham, þar sem fjögur mörk voru skoruð... Carra setti eitt í kaupbæti!!!

Fórum á föstudaginn með flugi til Manchester, rúta til Liverpoolborgar og farangrinum hent inn á herbergi á Radisonshótelið... beint út aftur að finna okkur eitthvað að borða og skoða miðbæinn sem var í fimm mínútna labbi frá hótelinu!

BreakfastiðTókum laugardaginn snemma, fengum breakfast í beddann, leigubíll í Liverpoolbúðina í miðbænum... ómæ... hundrað manns bara í biðröð til að fá að borga... fyrir utan alla þá sem voru að velja sér og skoða! Allir rekkar að verða tómir og hver að verða síðastur að ná sér í búning, trefil og húfu fyrir leikinn!!! Að missa sig í LiverpoolbúðTveir tímar hurfu á nótæm... Leigubíll til baka á hótelið... losuðum okkur við pokanna, fórum í græjurnar og aftur í leigarann og nú á Anfield!!! Þar var nú bara biðröð til að komast inn í hina Liverpoolbúðina... sko engin smá biðröð... varð eiginlega til þess að maður skammaðist sín að hafa verið að spá í mannþrönginni í hinni búðinni!!! Þar gat maður alla vega labbað inn án þess að fara í klukkutíma biðröð til að komast inn!!!

ZendenGóður klukkutími í leik, rúta leikmanna liðsins keyrði upp að Anfield en hrúgan af fólki varð til þess að maður sá nákvæmlega ekkert!!! Við inn á völlinn, skoða aðstæður maður! 3ja sætaröð varð til þess að við vorum nánast inni á vellinum... myndavélin tekin upp. Zenden og Paletta greinilega ekki í hópnum þar sem þeir röltu hringinn, heilsuðu upp á áhorfendur og gáfu eiginhandaráritanir... dofin við, föttuðum ekki að láta þá skrifa á miðanna okkar!!! Nót tú self: Ef þú átt séns á að láta Liverpoolleikmann skrifa á eitthvað, gerðu það þá!

Tók fullt af myndum á vellinum... sjáið hluta af þeim inni á myndasíðunni!

aukaspyrnaFengum að upplifa YOU NEVER WALK ALONE beint í æð (gæsin mætti), stemmningin að sjá fjögur mörk... úff... að heyra í Bretanum kalla mótherjana SJÆT villt og galið... Hefði aldrei trúað þessu SJÆT (SHIT á íslensku).

Þegar leikurinn kláraðist hrúguðust náttúrulega 43900 manns út á götu... og helmingurinn af þeim ætlaði sér að ná í leigara!!! Við ein af þeim. Spurðum löggu á staðnum hvar best væri að ná í hann... jújú, bara að labba í aðra hvora áttina og vinka einum! Við löbbuðum af stað og löbbuðum í góðan klukkutíma, sem betur fer í rétta átt... þar sem við rákum augun í hótelið þegar við vorum búin að labba í þrjúkorter... spurning um að vera með innbyggðann áttavita... hmmmm

LiverpoolfansFórum í bað, klæddum okkur upp og fórum á Ítalskan út að borða.  Skröltum um miðbæ Liverpool og hittum fullt af Bretum, tókum þá tali og skemmst er frá því að segja að við fengum ekki að taka upp veskið fyrr en við komum aftur upp á hótel fjórum tímum seinna. Á meðal þeirra sem við hittum var fyrsti kærasti Karenar okkar Burke, hmm, kannski eini kærasti hennar!!! Lítill heimur!

Þegar við komum á hótelið voru flestir Íslendingarnir enn á hótelbarnum, ekki enn farnir út úr húsi!!! Vissu varla hvar miðbærinn var, hvað þá hvar The Cavern var... The Cavern er BARA frægasti pöbb Liverpool... og þá aðallega fyrir að Bítlarnir spiluðu þar 298 sinnum á sínum fyrstu árum og að vera langt neðanjarðar (ætli þeir hafi fengið hugtakið Undergroundmúsik þaðan?) þannig að við tókum hina í túr um miðbæinn!!!

Rölt meðfram Mersey RiverSunnudagurinn fór í Jólagjafaleiðangur, lögðum okkur aðeins seinni partinn þar sem laugardagskvöldið sat enn í okkur! Fórum út að borða á kínverskan... mmmmmm. Pöntuðum okkur einhvað svona fyrir tvo!!! Átum helminginn... og sprungum nánast á tveimur tímum... röltum meðfram Merseyriver og skröltum á hótelið... svei mér ef laugardagskvöldið sat ekki enn í okkur. Ákvað að pakka mestu því að mánudagurinn var planaður.

Í viðtali?Fórum á Anfield í skoðunarferð, kíktum í hina Liverpoolbúðina, komum ekki tómhent út!!! Fórum á Bítlasafnið og röltum um Albert Dock og fengum okkur að borða á skemmtilegum veitingastað/pöbb. Leigari upp á hótel og rútan tekin til Manchester... og flugið tekið heim!

Misstum okkur í fríhöfninni eins og yfirleitt... og vorum stoppuð af tollara, sem spurði og spurði og spurði... Honum fannst við vera með mikinn farangur... hvaða vitleysa!!!

Jæja... meira seinna!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Jenný Friðriksdóttir

ohhhh hvað þetta hefur verið meiriháttar ferð..... Lovlí alveg.... Ég verð að prófa að fara á leik einhvern tímann..........

Ragna Jenný Friðriksdóttir, 15.12.2006 kl. 19:53

2 identicon

Það hefur greinilega bara verið gaman :) ohh það er svo fúlt þegar þeir eru að stoppa í tollinum og hvað þá að borga fyrir yfirvikt á sælgæti einsog ein sem ég þekki þurfti að gera :( slappstu við sekt ?

Stefanía (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 22:30

3 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Já, ég slapp alveg! Þurfti ekkert að borga! Sem betur fór...

Sigþóra Guðmundsdóttir, 15.12.2006 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband