Loksins - loksins!

Mín gafst sko ekki upp... og myndir komnar inn!

Nú er bara að reyna að veiða fiskifluguna sem er búin að vera duglega að ergja mig með ððððððððððððððððððððððððððððððððinu í sér í dag!!!!

P.S. Eru þetta samantekin ráð??? Fyrst mbl og svo fiskifluga!


Nýjar myndir!

Jæja þá er ég loksins búin að hafa mig í að setja inn nýjar myndir! Kíkið í albúmin!

Neinei... agalega típískt!

Ekkert gengur að setja inn myndirnar!!!

Þolinmæði!!!! Hvar ertu????


Lífsins Bingó!

bingoSkrítið hvernig lífið raðast upp hjá manni!

Ég hef nú verið róleg í útstáelsi eftir að Signý kom í heiminn en í gær fóru ég, Signý og Guðný með Guðmundi Tómasi á árgangafjör í skólanum. Við mættum með köku, horfðum á skemmtiatriði, unnum í tónlistagetraun og spiluðum BINGÓ. Skemmst er frá því að segja að við unnum ekki neitt!

Ég hentist heim rétt fyrir 8 þar sem mamma bauð okkur Jónu systir með sér á mömmufund Sinawik. Fullt af skemmtiatriðum, kökur og brauð ooooooog BINGÓ!!! Og ekki vann ég!!!

Hef fengið mína vinninga í lífinu. Takk fyrir túkall!


Einn svona í tilefni þess að veðrið er eins og það er!

Tveir íslendingar eru úti í sveit að aka og sjá bíl fastan úti í kanti.

Þeir ákveða að hjálpa og fara út úr bílnum.

Þetta eru útlendingar og kunna íslendingarnir lítið í ensku en tekst að spyrja:  "Dú jú vant help?" Útlendingarnir svara " no no this is ok"

Íslendingarnir vilja endilega hjálpa og gefa sig ekki og segja: Jes ví help jú

Útlendingarnir: No no this is ok

Íslendingarnir: Jes jes nó vesen - ví help jú

Þeir ná í reipi í bílinn sinn til að freista þess að draga bílinn - í versta falli að ýta honum upp á vegkanntinn aftur.

Útlendingarnir: What are you gonna do?

 Íslendingarnir: First ví reip jú - ðen ví ít jú   


Mjólk í kaffið!

KaffiSkrítið hvað hlutirnir breytast.

Fyrir 3ju meðgönguna drakk ég kaffi og mikið af því, svart og sykurlaust. Þegar ég varð ólétt af Signý hafði ég bara enga lyst á kaffi! Eftir fjóra mánuði langaði mig í pínu kaffi en með mjólk! Úti á Tyrklandi fannst mér nauðsynlegt að fá smá sykur í kaffið, þá komin 6 mánuði. Núna drekk ég ekki kaffi öðruvísi en með mjólk... og helst fæ ég mér eitthvað sætt með, kex, súkkulaðibita eða kandís!

Hmmm bara smá vangaveltur

Ég er Latte!

Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þá aðeins að vel athuguðu máli.

Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

En hvernig kaffi ert þú?

 


Heima með 3 börn!

Þar sem ég bý ekki við stofnæð var ekki hægt að senda þessi eldri í skólann í morgun!

Stórskrýtið að kíkja út um glugganna (það er búið að skafa rúðurnar)... Skaflarnir þekja þó enn meira en helming eldhúsgluggana! 

Nú er skólastund á heimilinu... verið að læra í bókunum sem voru í töskunni! Finnst nú eins og sonurinn sé að sleppa vel... en sjáum hvort ég finni ekki eitthvað handa honum!


Lok lok og læs og allt úr snjó!!!

Við erum föst heima hjá okkur! Vorum á leiðinni að horfa á boltann hjá mömmu og pabba og í kvöldmat! Eins gott að maður átti hakk í frysti!

Geir er búinn að kanna aðstæður og ekki er fært út um hurðina... og fjandans skóflan við útidyrahurðina.... utanvið hana! hahaha...

Allir gluggar eru hvítir... sjáum ekki út og erum við þó á efri hæð hússins! Set inn myndir þegar hægt verður að taka myndir... snjókoman stendur beint inn um hurðina. Litla bilið fyrir ofan snjóinn!!! W00t


Þá er það officialt! We are getting old!

Geir með Signý nýfæddaGeir átti afmæli í gær, 39 ára kallinn. Hann fer alveg að detta í fimmtugsaldurinn!

Buðum mömmu og pabba og tengdó í mat í tilefni dagsins... elduðum úr Landsliðsbók Hagkaupa. Byrjuðum að undirbúa kvöldið fyrir og vorum allan daginn í gær í eldhúsinu!!!!

Elduðum humarsúpu með stjörnuanís (stjörnuanísbragð er notað í kóngabrjóstsykur) og lambalæri með villisveppasósu... með því átti bara að gera gulrótarmauk og bakaðar niðursneiddar kartöflur í kryddjurtablöndu! Skulum segja að þetta hafi verið very spes, gott en ekki eins og við erum vön! Svo var nýbökuð súkkulaðikaka með ís í eftirrétt!!! (Ekki léttist maður þann daginn)

Signý sæta!Í ár eru 20 ár frá fermingu minni og því orðið tímabært að undirbúa árgangsfjör! Svo eru 25 ár síðan Geir fermdist þannig að það verður nóg að gerast hjá okkur í sumar. Verður nefnilega líka ættarmót hjá mér og svo hálfum mánuði seinna hjá Geir. Vinkonurnar ætla með fjölskyldurnar í sumarbústað. Við ætlum út til Tenerife (eigum pínu erfitt með að bíða eftir brottför) og svo er náttúrulega sumarið að koma í Vestmannaeyjum og þá er allt að gerast!

Signý babblar nýtt sleftungumál, hrækir og reynir að líka eftir hljóðum sem hún heyrir. Sérstaklega reynir hún að herma eftir hlátri eldri systkina sinna... það hljómar hjá henni eins og gervihósti!!! Hugsa að hún verði eftirherma!!!


Rólegheit í kotinu!

FebrúarbrosBlessaða gönguveðrið stoppaði stutt... en við Signý látum okkur hafa það.  Löbbuðum í hríðinni í gær og ætlum að labba smá í dag. Við tvær fórum í fyrstu sprautuna í gær og svei mér barnið kann að gráta! Ágætis æfing fyrir lungun sagði Hrund... Trúum því svona tæplega!!!

Við döfnum vel og erum yfir meðallagi flottar skvísur. Hellum alla uppúr skónum með brosinu sem nær langt upp til augnanna og alveg út að eyrum!

Liverpool er náttúrulega ótrúlegt lið, tapar fyrir Barnsley en vinnur Inter Milan!!!

Þetta er víst lífið í hnotskurn... you win some, you loose some!


Frábært framtak!

Ólafur Get ekki sagt annað en að ég sé frekar stolt af "litla" bro núna! Búin að skipuleggja glæsilega tónleika til að styðja við bakið á æskuvini, sem fékk þokkalega að finna fyrir hvað lífið getur verið undarlegt ferðalag.

Á besta tíma lífsins springur bara allt æðakerfið í kringum hjartað og ótrúlegt að hann hafi haldið lífi! Mér finnst eins og ég hafi heyrt í bróðir mínum í gær þegar hann var á leið á bænastund þar sem vini hans var vart hugað líf!

Ég hugsaði margt en aðallega hvaða bull þetta hlyti nú að vera. Hann Steini væri svo sterkur og heill strákur, nýbúinn að eignast stúlku og lífið brosti við litlu sætu fjölskyldunni!

Hef aldrei heyrt talað um ósæðaflysjun og skuggalegt hvernig sjúkdómurinn kemur fram. Einn tveir og búmm. Allt sprungið!

Allir að drífa sig á tónleikanna og styrkja gott málefni. Allir gefa vinnu sína þannig að innkoman rennur óskert til Steina og fjölskyldu! 


mbl.is Styrktartónleikar á Gauknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband