Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Mesta hættan!!!
28.5.2007 | 17:56
Það held ég að sé mesta hættan á að allir krakkar "ákveði" að verða samkynhneigðir af því að sá fjólublái er svo GAY!
Leynileg vísun eða ekki... handtaska, tvinkí - kinkí - vinkí, hverjum er ekki sama. Má ekki vera einn samkynhneigður í barnaefni? Ég meina þessi græni er líka aðeins brúnni en hinir... Verður það þá til þess að þeir sem eru dökkir á hörund verða pottþétt ekki öfugir (má nota það orð?)?
Eigum við ekki að vona að það komi sá tími að allir fái að vera eins og þeim líður best???
Alltaf sorglegt að sjá "aðrar" þjóðir langt á eftir "okkur hinum"... eða erum við kannski ekkert betri???
Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Komin tími til!!!
25.5.2007 | 12:49
Mér þykir nú komin tími til að fá langa helgi einu sinni til tilbreytingar!!!
Er orðin agalega þreytt á að vakna eldsnemma á morgnanna til að fara í vinnu.... get ekki beðið eftir sumarfríinu mínu!!!
Ekki að mér líki ekki vinnan mín... en maður má nú aðeins slappa af!
Ég ætla að gera ógeðslega mikið í sumarfríinu mínu
- vera heima hjá mér og lesa bók og gera bútó og sitja úti á palli (sem við erum að rembast við að halda áfram með) og njóta þess að vera til.
- fara til Marmaris og Rhodos og lifa lífinu með tærnar upp í sólina.
- kannski fara á Sauðárkrók með Guðný á fótboltamót (af því að ég kemst ekki til Akureyrar með Guðmundi Tómasi, Guðný missir af símamótinu í Kópavogi og ég verð að fara á eitt mót!).
- í brúðkaup... ji, í hverju ætla ég að vera... hvað á maður eftir að komast í í júlí!!!
- labba um allt
- vera á pallinum hjá múttu og pop.
- fara á þjóðhátíð og slá í gegn á sunnudagskvöldinu okkar vinkvennanna.
- uppfarta í brúðkaupi... verð nú örugglega að fjárfesta í einhverju í ágúst til að vera sómasamleg til fara.
- og allt hitt sem ég er að gleyma!!!
Er farin að efast um að ég komi þessu öllu fyrir á 29 vinnudögum... hehehe
Bloggar | Breytt 26.5.2007 kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Guðný slær í gegn...
20.5.2007 | 14:29
í dag sem endranær!
Hún skellti sér á trampólínið með vinkonum sínum... þrátt fyrir margítrekaða fyrirskipun um að bara einn megi hoppa á trampólíninu í einu voru þær vinkonurnar fjórar saman að hoppa. Endaði náttúrulega með árekstri tveggja og Guðný fékk gat á hausinn...
Þá var bara að hringja í lækni og Einar var ekki lengi að rumpa skallanum á henni saman... Þrjú spor og málið er dautt.
Efast þó um að þær hafi lært mikið af þessu og bíð því eftir því að sjá þær aftur allar að hoppa saman!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eyjafólk kemur á óvart!!!
20.5.2007 | 11:33
Þar sem ég er komin um 4 mánuði á leið, búin að fara tvisvar í sónar og einu sinni til ljósmóður... og fullt af fólki bara veit ekki neitt!!! Ég hefði nú haldið að allir vissu af þessu, á svona lítilli eyju, þar sem "allir" vita "allt" um "alla"... en batnandi fólki er best að lifa!
Börnin mín eru líka að koma mér á óvart. Heyrðist til þeirra um daginn þar sem þau ræddu saman um að ekki væri sjálfsagt að litla systkini þeirra yrði heilbrigt... Guðmundur Tómas var spurður hvort hann vildi að þetta væri strákur eða stelpa. Og svar hans sýndi alveg ótrúlegan þroska. "Ég vona bara að það verði heilbrigt!"
Annars er það að frétta af mér að ég sneiddi sneið af vinstri þumlinum á fimmtudaginn, nöglina og aðeins meir... var að sníða efni í bútasaumsteppi! Geri aðrir betur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Umræður á heimilinu!
16.5.2007 | 08:11
Þetta er nú kannski full persónuleg færsla fyrir suma (teprur) en ég finn hjá mér þörf til að láta umræður heimilisins, undanfarna daga, flakka.
Ég, Geir og sonurinn voru að ræða nýjasta "verðandi" fjölskyldumeðliminn og er því velt upp að þegar barnið verður 12 ára verður Guðmundur Tómas 24 ára! Og þar sem við hjónin erum búin að vera að þeysast um landið sem fararstjórar barnanna okkar stundi Geir: "Guðmundur, þú ferð bara sem fararstjóri fyrir okkur með litla systkininu!" Jú, Guðmundur var ekkert á móti því, en fannst öruggara að bæta aðeins við umræðuna og tilkynnir það að hann sæi sig nú alveg fyrir sér sem fararstjóra fyrir lítinn bróðir en hann nennti sko ekki að fara að vera fararstjóri hjá 12 ára stelpum!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skjótt skipast veður...!
13.5.2007 | 09:59
Ég á ekki eitt einasta aukatekið orð!!!
Róbert Marshall féll út af þingi á síðustu 200 atkvæðunum! Vantaði 58 atkvæði til að vera kjördæmakjörinn!
Hvað voru Vestmannaeyingar að spá?
Og líkur á því að Árni Johnsen komist ekki einu sinni inn á þing vegna útstrikana samkvæmt frétt Vísis "Til tíðinda heyrir að gríðarlega mikið er um útstrikanir af lista Sjálfstæðisflokks, en samkvæmt tíðindum frá kjörstjórn, hafa rúmlega 30% kjósenda D-lista strikað Árna út af lista. Það gæti haft það í för með sér að Hann færðist neðar á lista, jafnvel niður fyrir Björk sem kæmist þá inn."
Get nú ekki annað en hneykslast á því að Vestmannaeyingar hafi ekki séð hag sinn í því að koma Róbert inn... og get því varla annað en tekið undir með Botnleðju og sagt "Fólk er fífl!"
Við búum á láglaunasvæði, vinnum flest sem verkamenn og kjósum yfir okkur þá sem stefna að því að gera þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari!
Ég skil ekki svona hugsunarhátt....
Kratinn kveður!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kellingin orðin að forsíðufrétt!
11.5.2007 | 18:50
Skellti mér í Krónuna í dag, sem væri nú ekki frásögu færandi nema hvað... fékk afhentan siktagrenistilk á leiðinni út.... og lenti á vef Eyjafrétta fyrir vikið! Spurning hvort maður eigi á hættu að missa vinnuna vegna pólitísks áróðurs??? Nei, djók!!!
Annars er búin að vera allt á fullu hjá manni... eins og alltaf! Fór að skoða Rauðagerði í morgun og líst agalega vel á... hitti ungmennaráð eyjanna og líst agalega vel á... fór svo að skoða Vosbúðina og líst agalega vel á... spurning um að maður sé í einhverju agalega líbó stuði... eða þá að það sé bara allt agalega flott í dag!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þetta það sem kallast leti?
10.5.2007 | 09:07
Já, góðan daginn!
Nú hef ég bara ekki nennt að setjast niður og deila með ykkur hugsunum mínum... ekki að þær séu eitthvað flóknar, nema síður sé!
Ég skellti mér á Seltjarnarnesið í skottúr með 7. flokk kvenna í handbolta... og skvísurnar eru náttúrulega óborganlegar. Töluðu út í eitt allan tímann.
Stelpurnar stóðu sig bara svakalega vel, unnu 10 af 11 leikjum sem spilaðir voru.
Guðmundur Tómas er búinn að vera á einni löpp í viku en er að hressast aðeins... hefur nú áhyggjur af því að bólgan fari ekki... en það kemur.
Ástandið á heimilinu er að lagast. Ég er farin að geta verið á löppum í meira en 5 tíma í senn, ég er farin að nenna að setja í þvottavélina aftur, þá hlýtur það að fara að koma að ég nenni að taka fataherbergið í gegn líka... og ég fæ ekki eins oft í magann. Þeir segja að þetta fylgi konu í svipuðu "ástandi".
Mikið er að gera í vinnunni þessa daganna, undirbúningur vinnuskólans, skoða hugsanlegan flutning á félagsmiðstöðinni, ráða fólk í flokkstjórastöður, bæta húsi ungmenna á listann yfir hvað skal gera á næstunni, ráða ungt fólk í húsráð og svo er náttúrulega pæjumótið að fara að bresta á!
Heima við er ekkert minna að gera... erum búin að klára viðgerðina á framhliðinni, þurfum að fara að drullast áfram með sólpallinn, laga skemmdir á bakhliðinni... og svo er náttúrulega draumurinn um flott, stórt baðherbergi á neðri hæðina ekki gleymdur!!!
Og ómæ hvað mig hlakkar til í sumar... brúðkaup Öllu og Magga, Marmaris og yfirgengileg afslöppun!!!
Hvað getum við beðið um meira???
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)