Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Long time nó sí!
26.10.2008 | 22:33
Þið verðið að afsaka.... heimilistölvan er komin á hauganna eftir rafmagnshögg hér í bæ... og því hef ég öðru hvoru fengið "lánaða" diskótölvu Féló til að komast á netið utan vinnutíma!
Mikið hefur gengið á hjá okkur undanfarið.... Signý er búin að vera veik... þar sem hún fékk hita í fyrsta skiptið á sinni stuttu ævi, ég hef verið að vinna á fullu og þess háttar!
Við höfum fengið sorgarfrétt, eina sorglegustu sem ég man eftir. Lítill frændi minn lést síðastliðinn fimmtudag, aðeins 10 mánaða gamall! Við höfum varla hugsað um annað síðan þá... og eigum líklegast ekki eftir að hugsa um annað næstu daga og vikur!
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar sem næst standið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ný vinnuvika að hefjast!
6.10.2008 | 11:25
St.Ola, skipið sem er að leysa af Herjólf, fór ekki í morgun... og ekki er víst hvort hann fari í dag! Tekin ákvörðun um það í dag kl. 15!
Unglingaráðið mitt og starfsfólk er þar af leiðandi fast á meginlandinu... þannig að ég verð ein í vinnu í dag, eins og á föstudaginn. Ekki nema ég finni einhvern til að vera með mér... einhvern sem er til í að vera svona afleysingar... þið vitið!
Ef þið vitið um einhver, pikkiði þá í mig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)