Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
Já, góðan daginn!
28.9.2006 | 13:18
Nú er afmælishryna að ganga yfir fjölskylduna mína! Og maður man eftir helmingnum... ef maður hringir í réttann aðila! Ég fékk til dæmis hamingjuóskir á afmælisdegi Bjarna Ólafs, syni Jónu sys!
Annars er allt bara ljómandi að frétta! Ég er enn að drepast í maganum... það breytist ekki. Og bakið er eitthvað að hrjá mig þessa stundina... ætla að henda mér í pottinn hjá múttu í dag!
Er á leiðinni í borgina með unglingaráð Féló á Landsmót Samfés. Það verður örugglega ljómandi hreint gaman!!!
Undanfarnir dagar hafa einkennst af kertasýki... og ég virðist hafa týnt nennunni til að gera eitthvað á heimilinu, setja í þvottavél, taka úr uppvöskunarvélinni og þess háttar!!! Þarf endilega að plata Geir í málin með mér einn daginn og taka húsið í gegn!!! Ekki nenni ég því ein...!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Æm alæf!
20.9.2006 | 11:17
Afsakið, afsakið, afsakið!!!
Ég er alveg ferleg þessa daganna í blogginu... kemur ekkert frá mér
Fór á Sálina... komin heim um 3... gjörsamlega búin á því!!! Enda búin að vera að drepast í maganum allann daginn, fara í tvö barnaafmæli, í yndislegan mat hjá æðislegu fólki og á lokahóf Oldís... þar sem ég fékk 3 verðlaun!!! Aldrei verið verðlaunuð svona mikið!!! Á ævinni!!! Alla vega þá fékk ég verðlaun fyrir flottasta markið hjá liðinu, að vera vinalegust og svo völdu stelpurnar mig sem BESTA LEIKMANNINN... hahaha, ég hef aldrei áður verið valin best!!! Fullt af klappi á bakið maður lifandi... kann ekki að taka svona!
Í gær fór ég í borgina... keypti 70 kerti, 20 diska, 80 kampavínsglös og fullt af öðrum óþarfa. Fann fullt af kjólum, pilsum, toppum og blússum sem ég myndi ekki láta sjá mig í... hvað þá að gifta mig í!!! Alla vega, með fullt skottið af drasli!!!
Í dag er ég heima... hlaupandi á klóið reglulega. Æðislegir svona dagar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11. september
11.9.2006 | 09:11
Skrýtið hvað sum augnablik festast í minningunni! Ég man t.d. nákvæmlega hvar ég var þegar ég heyrði frétt þess efnis að Díana Prinsessa væri látin, þegar litlu systkinabörnin mín fæddust og þegar ég fékk SMS um að kveikja á fréttunum fyrir 5 árum... Ég þurfti reyndar ekki að kveikja á þeim þar sem ég var að horfa á beina útsendingu þegar seinni vélin lenti á Hinum Tvíburanum!
Á því augnabliki sem maður sá aðra flugvél koma svífandi að áttaði maður sig á því að áreksturinn var ekki hræðilegt slys, heldur skipulögð árás!
Ég er ansi hrædd um að ég eigi aldrei eftir að gleyma hryllingnum við þá uppgötvun og svo þeim tilfinningum sem fylgdu þegar maður sá fólk hanga út um gluggana, kastandi sér út úr hitanum og svo þegar turnarnir hrundu með látum og allt fólkið, sem átti sér ekki útleið, með!
Dagarnir á eftir þar sem venjulegt fólk þakkaði Guði fyrir að hafa misst af flugi, tafist í umferðarteppu á leið til vinnu, verið heima vegna veikinda eða eins og einn, viðurkenndi að hafa bara ákveðið að skrópa og sofa út!!!
Augnablikið varð að mínútum, dögum og mánuðum og nú eru 5 ár liðin og maður mann þetta allt eins og gerst hafi í gær!
Þar til síðar!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framför!
6.9.2006 | 13:07
Við hjónaleysin sættumst á mynd í gærkvöldi... og ákváðum að senda hana og textann á prentsmiðjuna og þeir myndu leysa næsta vandamál... þ.e. að velja lúkkið á boðskortið!!!
Þá er það frá og næsta verk ætti þá að vera??? Hvað gerir maður næst í undirbúningi brúpkaups??? Þetta er svo ekki ég að það hálfa væri svo miklu meira en yfirdrifið!!!
Öll hjálp þegin....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vitna í síðustu bloggfærslu
5.9.2006 | 23:39
Og jú ég ætla að vaka þetta skiptið líka!!! Eins og allir framhaldsskólanemarnir í FÍV ætla að gera líka!
Kv. Sigþóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)