Long time nó sí!
26.10.2008 | 22:33
Þið verðið að afsaka.... heimilistölvan er komin á hauganna eftir rafmagnshögg hér í bæ... og því hef ég öðru hvoru fengið "lánaða" diskótölvu Féló til að komast á netið utan vinnutíma!
Mikið hefur gengið á hjá okkur undanfarið.... Signý er búin að vera veik... þar sem hún fékk hita í fyrsta skiptið á sinni stuttu ævi, ég hef verið að vinna á fullu og þess háttar!
Við höfum fengið sorgarfrétt, eina sorglegustu sem ég man eftir. Lítill frændi minn lést síðastliðinn fimmtudag, aðeins 10 mánaða gamall! Við höfum varla hugsað um annað síðan þá... og eigum líklegast ekki eftir að hugsa um annað næstu daga og vikur!
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar sem næst standið!
Athugasemdir
Innilegar samúðarkveðjur. Alltaf sorglegt þegar svona á sér stað.
Vonandi fer Signý að hressast.
Kveðja Jóhanna Reynisdóttir
Jóhanna Reynisdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 16:28
Innilegar samúðarkveðjur, sá einmitt minningargreinar um hann og fannst þetta svo sorglegt og eitthvað svo ótrúlegt. Maður spyr sig alltaf í svona tilvikum, hvers vegna var hann bara hjá þeim í 10 mánuði og allt það.
Vona að Signý sé orðin góð og ekki fleiri sem hafa smitast.
Dóra Hanna (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.