Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Glæsilegur árangur í 6. flokki karla um helgina!
30.4.2007 | 12:51
Guðmundur Tómas og félagar hans í 6. flokki í handboltanum gerðu það gott um helgina. ÍBV sendi fjögur lið til keppni, A, B, C1 og C2 lið. Öll liðin komust í átta liða úrslit og náðu strákarnir öðru, þriðja, fjórða og áttunda sæti!
Yfir 500 strákar voru að keppa og því mikið í gangi í bænum.
Ég er komin með rasssæri eftir að hafa setið á bekkjum íþróttahúsins frá kvöldmat á föstudag til kl. 14 á sunnudaginn!!!
Í kvöld er okkur svo boðið á ÍBVslúttið, þvílíka sem er ekkert að gera hjá manni!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæsilegur árangur í 6. flokki karla um helgina!
30.4.2007 | 12:51
Guðmundur Tómas og félagar hans í 6. flokki í handboltanum gerðu það gott um helgina. ÍBV sendi fjögur lið til keppni, A, B, C1 og C2 lið. Öll liðin komust í átta liða úrslit og náðu strákarnir öðru, þriðja, fjórða og áttunda sæti!
Yfir 500 strákar voru að keppa og því mikið í gangi í bænum.
Ég er komin með rasssæri eftir að hafa setið á bekkjum íþróttahúsins frá kvöldmat á föstudag til kl. 14 á sunnudaginn!!!
Í kvöld er okkur svo boðið á ÍBVslúttið, þvílíka sem er ekkert að gera hjá manni!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guðmundur að keppa í handbolta!
27.4.2007 | 23:03
Sponninn minn er að keppa þessa daganna í handbolta og mótið fer fram hér heima!
Hægt er að fylgjast með hvernig þeim gengur og myndum á heimasíðunni þeirra.
Annars er allt í þessu fína. Komin heim af stjórnarfundi og aðalfundi Samfés. Stjórnarfundirnir verða víst fleiri þar sem ég var endurkjörin í stjórnina!
Vinnuskólinn fer að fara í gang... eða undirbúningsvinnan og ég vill endilega benda áhugasömum "verðandi" flokkstjórum að sækja um á vef Vestmannaeyjabæjar.
Until later... tjá og farðu vel með þig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til sölu!
20.4.2007 | 10:04
Hún Anna Lilja vinkona er listakona af Guðsnáð. Hún er ekkert fyrir að flagga því þannig að ég ætla að gera það fyrir hana. Skvísan er að gera kúptar myndir, lampa og veggljós úr ULL og alltaf er hún að koma með nýjar og nýjar hugmyndir. Ég ætla að leyfa ykkur að sjá sýnishorn af því sem hún er að gera. Æðislegar tækifærisgjafir, fermingargjafir, afmælisgjafir... eða bara handa sjálfum sér.
Svo eru fleiri myndir á myndasíðunni minni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Myndir af fermingu Guðrúnar Ágústu komnar á netið!
18.4.2007 | 19:02
Hér er linkur á myndirnar af fermingardegi Guðrúnar Ágústu, hennar Jónu stóru systur. Bara til að ömmur og fleiri geti montað sig í vinnunni sinni!
Dagurinn var yndislegur, með yndislegu fólki, í æðislegri veislu, með geggjuðum mat.
Guðrún Ágústa blómstraði og naut dagsins í faðmi fjölskyldu og vina.
Hægt er að skoða myndirnar á myndasíðunni minni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Raðmorðinginn Dexter!
18.4.2007 | 09:02
Það er undarlegt að rekast á það að maður sé farin að "halda með" raðmorðingja en persóna Dexters er svo, hvað skal segja, aumkunarverð! Maður getur ekki annað en vorkennt honum. Hann situr líka í mér... ég þarf að hemja sjálfa mig til að fara ekki á netið og ná mér í síðustu þættina!
Ég man eftir því að hafa "haldið með" öðrum raðmorðingja en það var Hannibal "the cannibal" í myndinni Silence of the lambs. Og ekki var hann aumkunarverður þannig að það er ekki ástæðan. Kannski var ástæðan þá hvað lögreglumaðurinn sem elti hann hvað mest var óþolandi gæji? Þessi sem hann sagðist vera að fara að fá í kvöldmat í restina... og ekkert "Oh, þú skemmdir myndina bleble" Myndin er síðan 1990 og ef þú ert ekki búin að sjá hana ertu varla á leiðinni að glápa á hana núna! Sem minnir mig á það að ég verð að fara að sjá Hannibal rising!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dóttirinn og gullkornin hennar!
12.4.2007 | 11:22
Hún Guðný mín er engum lík. Þessa daganna vella upp úr henni gullkornin, við foreldrarnir berjumst við að halda andlitinu og hún lýtur á okkur með þessum stækkuðu augum sínum og segir: "Hvað?"
Eins og þeir sem þekkja mömmu mína vita að hún á agalega erfitt með að elda bara handa þeim sem eru í mat. Einhvern tímann þegar mamma var með börnin hans Kristleifs í pössun og ég kom í heimsókn með mína fjölskyldu og Jóna systir með sín börn að hún bauð okkur bara að borða líka. Þetta er í eina skiptið sem ég sé að það sé hæfilegt af mat á borðinu! Án djóks... einíhús...
Á skírdag fórum við í hádegismat til tengdó og þar sem hún er að bera matinn á borðið segir hún: "Ég vona að þetta sé nóg handa okkur. Ég elda svo oft bara fyrir mig eina að ég á orðið erfitt með að átta mig á hvað sé nógu mikið!" Guðný segir þá: "Akkurat öfugt við hana ömmu Þuru. Hún veit aldrei hvað hún á að elda lítið!!!"
Einhvern tímann þegar Guðný var hjá ömmu sinni Helgu sátu þær og horfðu saman á sjónvarpið. Guðný fór að strjúka henni um andlitið og amma hennar segir: "Æ, ertu svona góð við ömmu, að klappa henni." Þá gellur í minni: "Nei, ég er að reyna að slétta úr þér!!!"
Guðný söng einu sinni viðlag úr lagi, snýr sér að ömmu Þuru og segir á ég að syngja allt lagið? Já, endilega, svarar amman. Nú þarf ég að leggja höfuðið í bleyti og muna hvernig það byrjar! HA? sagði amman, hissa á orðanotkun barnsins. Þá segir Guðný... Já, amma. Það þýðir að hugsa!!!
Meira seinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gleðilega Páska!
8.4.2007 | 14:57
Ég óska ykkur öllum gleðilegra páska og vona að allir hafi fundið sitt egg!!!
Þar til síðar, Sigþóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagurinn langi!
6.4.2007 | 10:17
Í dag er föstudagurinn langi! Börnin bæði veik, Guðmundur Tómas aðra páskanna í röð veikur...
Við Geir erum á leið á árlegan Vorfagnað FBF í kvöld, þemað er glæbonar! Og í tilefni að því var hér fullt hús af karlmönnum í nótt, félögum úr FBF með videóvél á lofti og tilgangurinn var að ræsa Geir!
Geir hélt að húsið væri að springa og ætlaði að rjúka á neðri hæðina til að athuga með börnin! Það er skemmst frá því að segja að líklegast sofnar hann fram á borðið á Vorfagnaðinum þar sem hann náði lítið sem ekkert að sofna aftur... og loksins þegar hann náði að sofna skreið geltandi Guðný uppí!!!
Eitt samtal dettur mér alltaf í hug á föstudeginum langa... á milli móður og sonar. Mömmunni fannst drengurinn vera með fullmikil læti og spurði hann hvort hann vissi ekki hvaða dagur væri. Jú, hann vissi nú að þetta væri langi föstudagurinn. Mamman ákvað að segja honum frá krossfestingunni og Jesú. Þá gall í drengnum: "Iss, mamma. Þetta reddaðist. Hann slapp!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mynd af nýjasta heimilisprinsinum!
3.4.2007 | 16:58
Á meðan þið spreytið ykkur á því að svara spurningunum um mig þá var ég víst búin að lofa mynd af kanínunni okkar, honum Depli... eða heitir hann það!!!!
Hann býr á neðri hæð heimilisins, í herbergi með Guðný... Þau á neðri hæðinni eru búin að vera dugleg að vesenast, aðallega við að koma Guðmundi Tómasi á fætur með því að spræna í bólið hans og á svefnprinsinn!
Ekki það, Depill er mesta krútt... en hann þarf að læra betur á það hvar má pissa og hvar ekki!
Viðvörun ber þó að koma fram... þar sem Depill hefur ekki verið góður við þá sem hafa talað um að borða hann, elda hann eða hvað annað í hans áheyrn. Einn er "stórslasaður" eftir að hafa beðið Guðný um að fita Depil til að hægt væri að éta hann næst þegar sá slasaði myndi mæta á svæðið. Skipti þá engum togum, Depill hljóp upp í hálsakotið og klóraði til blóðs,.. í fyrsta og eina skiptið og hleypti svo nokkrum spörðum ofan í hálsmálið á peysunni á umræddum!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)