Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Veikindi á sumrin!!!

Ég er búin að vera veik síðan á þriðjudagskvöld! Hiti, beinverkir, hausverkur, kvef, ógleði og allt sem hægt er að láta sér detta í hug held ég!

Búin að horfa á Ólympíuleikana, 4. seríu af Greys og Ólympíuleikana!!!

Varla haft kraft til að fagna með Íslenska landsliðinu (veit að það á að skrifa íslenska með litlum staf... en mér finnst þeir eiga stórann staf skilin) en legg mig þó alla fram og sef á milli!

Breytingar eru í loftinu í vinnunni og verð ég að viðurkenna að ég er ekki sátt! Læt þetta bíða þar til allt er komið á hreint hjá meirihlutanum!!


Búningakeppni að ári!

Ég og Inga Ragg frænka!"Comeback" búningakeppni á næstu Þjóðhátíð!

Vipparasnússur, Gleðigjafar, Hreinir sveinar, Hildibrandar, GoGoGirls, Fyrirmyndarbílstjórafélagið og allir hinir vinahóparnir sem mættu í búningum á liðnum Þjóðhátíðum mæta aftur, eftir miðnætti á sunnudagskvöldinu!

Lífið eftir Þjóðhátíð er alltaf jafn strangt... en við höfum þetta í sameiningu! 


Jarðarför í dag!

krossÞað er jarðarför í dag hjá frænku minni, einu ári eldri en pabbi! Systir hennar ömmu minnar, Albína Elísa, kölluð Systa, lést í vikunni fyrir Þjóðhátíð og verður jarðsungin í dag. Ég vil votta nánusta fólkinu hennar samúðar og vona að trúin styrki þau í raunum sínum! 


Þjóðhátíðarmyndir!

Hoffman á sviðiKallarnir af HraunbúðumSigný á fyrstu Þjóðhátíðinni!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband