Færsluflokkur: Bloggar

Orðið fært!

Haldiði ekki bara að það sé orðið fært á stórum bílum og jeppum, fólksbílum og barnavögnum!!! Nú er bara spurningin hvert skal labba? Sideways

Toyota fékk enga smá auglýsingu í Top Gear í gærkvöldi. Alveg ótrúlegt hvað mér finnst gaman af þessum vitleysingum... 3 bretar að fjalla um bíla! Getur það orðið betra??? Ég veit það ekki. Errm

OOOOg ég er alveg dottin inn í nýju Dexter seríuna... ússímússí!!! Ekki oft sem maður heldur með fjöldamorðingja... en er að upplifa aftur mómentin úr Silence of the Lambs. "I'm having an old friend for dinner!" Wohohohohoho.... Devil

Getum sagt að Chelsea - Liverpool hafi ekki verið skemmtilegasta áhorf. Sýnir sig í því að við vorum farin að tala um síðustu spaugstofu og laugardagslögin. How boring can a game beeeeee? GetLost

Get þó ekki sagt það sama um Man.Utd - Man.City!!! Það var gaman!!! W00t 

Jæja beibís... er farin að vaða úr einu í annað....!

Og ég sver það... það er farið að snjóa aftur... á meðan ég var að blogga um betri færð!!! Jæja, þar fékk ég afsökun til að fara ekki í göngu!!! Whistling


Tenerife!

Hótelið sem við ætlum að vera á!Bara kæruleysi á minni og bókaði ferð fyrir fjölskylduna til útlanda!!! Stingum af 27. maí í tvær vikur... hlakkar ekkert til... NOT!!!

Í gær át maður yfir sig af bollum og í dag sprengjum við okkur á saltkjöti og baunum, sleppum túkallinum.... allt í boði mömmu og pabba! Þurfum að finna fleiri svona daga... svo maður þurfi enn sjaldnar að elda. Ekki að ég geti kvartað, þar sem mamma telur það skyldu sína að bjóða hele hrúgan minnst einu sinni í viku í mat!!!

Ég er skrýtin skrúfa, léttisr á meðgöngu en þyngist þegar ég er með barn á brjósti! En er búin að endurnýja líkamsræktarkortið og þá er bara að fara af stað, mamma búin að bjóðast til að hafa Signýju á meðan ég hreyfi á mér rassgatið, þannig að ég hef ekki eina einustu afsökun lengur! Við Signý erum búnar að hafa það allt of gott!!! Ef það er hægt! HOHOHO

Haldiði ekki að kellan sé tilnefnd sem einn af bloggurum ársins 2007 hjá honum Slinger og bið ég ykkur ekkert frekar en þið viljið að kíkja og kannski gefa einum bloggara atkvæðið ykkar!!!

Þar til næst, farið varlega í umferðinni!!!


Alltaf verið að skamma mann!!!

Heellú.

Hvað er að frétta af ykkur? Af mér er bara allt í blóma. Signý er ljósið eina, sefur út í eitt og brosir þess á milli!

Saumó í gær hjá Írisi, agalega rjómó hjá okkur! Erum 5 úr klúbbnum enn á Eyjunni og eigum 13 börn... 14nda á leiðinni! Er það ekki bara met??? Held nú samt að þau verði fleiri innan tíðar Wink Allar svo duglegar eitthvað... enda súpergrúbba í gangi!

Við erum líka að skoða bústaðarferð með unganna okkar (varla hægt að kalla þessi elstu unga lengur, meira svona unglingar)... og bara spurning um það hvort að skvísurnar á fasta landinu vilja skella sér með okkur!

Eitt svona í restina... af því að allir eru að missa þvag yfir síðustu Spaugstofu. Er þjóðin að verða húmorslaus? Ertí gríninu? Ekkert má nú lengur. Ég verð bara að viðurkenna það að ég skellihló... og í fyrsta skiptið í langan tíma sem það gerist yfir Spaugstofunni!!!


35 ár frá upphafi Heimaeyjargosins

Heimaeyjargosið 1973Rakst á flott video sem Sighvatur setti saman. Getur séð það hér.

Í tilefni þess að 35 ár eru liðin hefur verið ákveðið að halda Þakkargjörð í dag, til að þakka það að öllum var bjargað, að allir komust í tæka tíð úr húsum sínum, að byggðin skyldi haldast. Blysför fer frá Ráðhúsinu kl. 18,45 og við fjölskyldan mætum þangað, hvað annað?

Undirbúningurinn hefur verið mikill, krakkarnir búnir að taka viðtöl við ömmur og afa, frænkur og frændur sem upplifðu atburðin. Eldri krakkarnir eru svo búin að búa til kerti sem var kveikt á í morgun og raðað í kringum skólann... á eftir að heyra hvernig til tókst!

Tökum saman höndum og mætum og sýnum virðingu okkar og þakklæti!

Svo verður eitthvað fjör á goslokunum í júlí!


Allt of dýrt að leigja myndir á VOD

Skil ekki verðlaggninguna á Skjánum! Krakkarnir fengu að leigja Back to the future um jólin og það kostaði bara jafn mikið og að leigja glænýja bíómynd! Hvað er BTTF eiginlega gömul? 20 ára eða meira???

Hef ekki heldur skilið af hverju þeir hafa ekki myndirnar líka aðeins ódýrari en videoleigurnar, þar sem maður fær yfirleitt aðra mynd fría með eða eitthvað svoleiðis á videoleigunum!


mbl.is 45% dýrara að leigja en kaupa Næturvaktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ég ekki í orlofi???

Þvegin í hrauntúnsvaskiEitt af því sem ég sakna hvað mest er að eiga ekki baðkar!  Signý fer í sturtu eins og fullorðið fólk en náttúrulega bara í fanginu á mömmu sinni eða pabba... nema þegar við fáum að baða okkur hjá ömmu Helgu í baðinu hennar eða hjá ömmu Þuru og afa Gumma í stóra baðvaskinum þeirra. Svo fer nú að styttast í að hún fái að fara í baðið þeirra og svo þegar fer að hlýna fær hún kannski að fara í heita pottinn, en bara ef Signý verður stillt! Set inn eina mynd af skvísunni í vaskinum á Hrauntúninu!

Skrítið hvernig sumir dagar eru... hektískir er kannski bara orðið. Allt raðast á sömu daganna.

Þannig er að ég er í Pæjumótsnefnd ÍBV og það er fundur í hádeginu í dag, ég þarf aðeins að aðstoða í vinnunni í dag, ég er að fara með Signý í vigtun í dag og helst þyrfti ég að hitta Inga Sig. bankastjóra í dag (að minnsta kosti þarf ég að heyra í honum) vegna knattspyrnuráðs kvenna hjá ÍBV, þar sem ég er formaður ráðsins.

Á morgun ætti ég svo að vera í RVK á stjórnarfundi Samfés en ég mæti frekar á verðlaunaafhendingu íþróttamanns ársins hjá ÍBV.

Já, stundum líður mér ekkert eins og ég sé í fæðingarorlofi!!!

 


Veisluhöldin búin í bili!

Fjölskyldan á aðfangadagStelpupartýið hennar Guðnýjar gekk vel en mikið var gott þegar allir voru farnir heim! LoL

Mér telst til að ég hafi haldið um 6 veislur/hittinga á undanförnum mánuði!

Bekkjarafmæli fyrir Guðmund Tómas í byrjun des, sameiginlegt 10 og 12 ára frænku- og frændaafmæli fyrir Guðný og Guðmund Tómas miðjan des, skírn og skírnarveislu á afmælisdaginn hennar Guðnýjar (daginn fyrir Þorláksmessu), svo var náttúrulega aðfangadagur haldin hátíðlegur á heimilinu með matargestum og svo bættust við gestir eftir pakka í eftirréttinn, ég hóaði í vinkonurnar í smá osta og rauðvín á milli jóla og nýárs og svo vinkonuafmælið hennar Guðnýjar um helgina sem er að líða!

En ég er svo heppin að eiga góða að og svo finnst mér ekkert leiðinlegt að hafa húsið fullt af fólki og bara gaman að gefa gestum að borða!


Grár hversdagsleiki tekinn við!

Búin að kveikja í áramótabrennuEn við reynum nú eftir fremsta megni að sleppa gráa litnum!

Börnin voru nú ekkert agalega fersk á lappir í morgun, ekkert skrítið við það þar sem ég heyrði síðast í þeim um eitt leytið, enn að skrafa eitthvað saman! Spjall og fliss... þekkir maður þetta nokkuð???

Signý var reyndar sú eina sem vaknaði brosandi og hvað er annað hægt en að brosa líka þegar maður sér þetta andlit nánast lýsa upp herbergið með engar tennur upp í sér!!! Enda voru allir brosandi glaðir áður en farið var af stað í skólann eða vinnuna.

Ég fór í yfirfullt þvottahúsið mitt... úff, manni fallast nú bara hendur! Spurning um að moka í poka og fara með á þvottahúsið hans Smára? Neinei... mín verður bara massann dugleg svona á milli þess að taka saman jólaskrautið! Reyndar er mælst til þess núna, eins og undanfarin ár, að hafa ljósin í gluggunum til 23. janúar og við ætlum að gera það!

Er samt alvarlega að velta fyrir mér lausinni á þvottahúsinu mínu... Hvernig væri að fá sér aðra þvottavél? Þá gæti ég alltaf sett í tvær í einu.... og verið helmingi fljótari með hrúguna!


Þrettándagleði framundan!

Brosað út í eitt!Verið að gera klárt á heimilinu fyrir þrettándann. Búin að baka eina brúna og eina gulrótaköku til að taka með í heita súkkulaðið hjá Geirrúnu eftir gönguna í kvöld.

Fataherbergið er alveg að verða eins og nýtt og jólagjafirnar að fara að komast í hillurnar... verst að þá hef ég ekki lengur afsökun til að geyma þvottahúsið!!!

Signý dafnar og þroskast og á hverjum degi sér maður mun! Nú er ekki hægt að gefa henni lengur á meðan horft er á sjónvarpið þar sem hún vill líka sjá... frekar en að drekka!!! Er nýr sjonvarpssjúklingur að verða til???


Nýja árið gengið í garð!

Ekki eins og brennunni hafi verið frestað í Eyjum!Jaso... þá er nýtt ár bara mætt á svæðið!  Treystum því að það verði gott og gæfuríkt. Annars blessast þetta nú allt saman á endanum!

Veðrið var barasta ágætt, brennan tendruð á réttum tíma, flugeldasýningin flott og allir gátu verið úti að horfa!

Krakkarnir sprengdu vel og vandlega þetta árið. Stóðu sig eins og hetjur í þessu öllu saman. Hjálpuðu yngri krökkunum með því að halda í hendur þegar aðrir voru að sprengja, hughreystu og skiptust á við það að hugsa um hvort annað!

Hratt og örugglega gekk að sprengja og afgangar ekki til í dag!

Agalega gott að borða eins og alltaf á Hrauntúninu og stóð, að mér fannst, kalkúnninn og fyllingin uppúr annars góðu hlaðborði!

Skaupið var gott, of stutt en það er bara merki um að manni hafi ekki leiðst eins og stundum... krakkarnir voru samt á því að skaupið í fyrra hafi verið fyndnara... Enn einu sinni fær maður vísbendingar um ellikelli sem bankar á dyrnar. En ég ætla ekki að svara strax!!! Og lýg að mér daglega að ég sé ógó ung ennþá!!! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband