Hvenær losnar maður við letina???
15.1.2007 | 17:13
Hef verið að velta því fyrir mér... Hvenær hverfur letin?
Nú er ég búin að sofa nóg... eða mér finnst það, búin að fara í ræktina og sund, búin að breyta heima... en samt er ég löt!!!
Já, pípol... maður greinilega losnar ekki svo auðveldlega við letina... hún verður ekki hrakin svo auðveldlega burt... en allt er þetta spurning um að leyfa ekki letini að taka völdin!
Eníhús...
Við hjónakornin keyptum okkur tvö árskort í ræktina... og nú er regla heimilisins að við verðum að fara minnst tvisvar í viku í ræktina eða sund!
Við erum búin að breyta heima... komin inniarinn í stofuna og klárt sjónvarpsherbergið með nýjum svefnsófa. Börnin eru flutt á neðri hæðina í hjúmongus herbergi... og svo er bara að sjá hvað það tekur langann tíma að koma öllu í rúst þar!
Þessa daganna er ég á fullu á Úrvals Útsýnar síðunni, Plúsferðasíðunni og fleirri ferðaskrifstofusíðum í leit af sumarfríi ársins!!! Er nú eins fljóthuga og flestir sem þekkja mig hafa rekist á... og hef þurft að stoppa mig all svakalega með að bóka ekki bara strax!!!
Ég er víst ekki ein um það... get huggað mig við það!
Hugleiðingar sem náðu að brjótast út úr viðjum letinnar!
Athugasemdir
Þú verður að vera þolinmóð, við verðum að fá bæklingana í hendur áður en við ákveðum eitthvað með ferðina. Annars er að hitna verulega undir Marmaris en við bíðum og sjáum.
Anna Lilja
Anna Lilja (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 22:56
jiiii þú ert svo klikk.... :)
Búin að fara í sund, ræktina og breyta heima... samt finnst þér þú vera löt.. Ég þarf greinilega að kenna þér sitthvað í því að vera almennilega löt... Ég er nefnilega snillingur í því.....;)
Ragna Jenný Friðriksdóttir, 17.1.2007 kl. 10:17
Já, en ég er samt löt!!!! Þrátt fyrir að hafa gert allt þetta!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 17.1.2007 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.