Ótrúlegt en satt... !!!
7.3.2007 | 23:26
Vinkvennahópurinn er loksins að láta verða af því að skella sér saman í sumarbústaðarferð... og það sem meira er, kallarnir okkar fá að fara með!!! Sel það ekki dýrara!
Er einhvern vegin hrædd um að eitthvað komi upp á þannig að allt fari í rugl!!! Þá væri það í stíl við okkur vinkonurnar.
Ég man til dæmis eftir því þegar við vinkonurnar vorum í að finna okkur búninga fyrir fyrstu "gallaþjóðhátíðina" okkar. Skil ekki enn hvernig við fórum að því að sættast á nafn á hópinn, hönnunina og ég tala nú ekki um það heitasta... hverjar ættu nú að fá að vera með!!! Tvær af mínum bestu vinkonum, stelpur sem voru saman í handboltanum og fótboltanum en áttu ekkert annað sameiginlegt... eða kannski bara of mikið! Held svei mér þá að það hafi alltaf kastast í kekki hjá þeim, bara ef þær mættust úti á götu. Þær voru alltaf báðar í byrjunarliðunum þannig að ekki var það það... ég veit ekki hvað það var en ef ég ætlaði að vera með einni þá var ekki séns á að hin myndi vera með! Samt voru þær tvær í hópnum, ásamt mér og 8 öðrum stelpum.
Það sem er bara fyndið við þetta í dag er að þær eru bara ljómandi vinkonur... eitthvað sem ég hefði aldrei tippað á þrátt fyrir háann stuðul!!!
Ég man líka eftir því að stelpurnar skyldu ekkert í því að ég skyldi ekki vilja vera í þjóðhátíðarbúning á þjóðhátíðinni '96... búningarnir voru bleikir og svartir klappstýrubúningar og ég átti 8 mánaða gamalt barn... fyrsta til að koma með króa. Ég sá það ekki alveg fyrir mér á labbinu með strákinn í klappstýrubúning!
Alla vega... þá erum við víst "saumaklúbburinn" sem er hvað snobbaðastur... held að sú sem lét þessi orð falla hafi ekki getað haft hugmynd um að ég væri í honum! Þessi hefur ekki heldur hitt okkur eftir miðnætti á sunnudagskvöldi á þjóðhátíð í ömmukjólum með varalit á tönnunum og rúllur í hárinu!
Eníhús... við hittumst alltof sjaldan allar... agalega busy allar... við reynum þó og mottóið er "ekki gefast upp á að reyna að hittast" þó við séum bara tvær! Ég vona innilega að allar eigi séns á að hitta okkur hinar eitthvað í ferðinni, ég og kallinn verðum alla vega í allri dagskráinni...
Athugasemdir
Djöfull eru þetta fyndnar myndir, ömmubúningarnir eru flottastir ;)
Sif Sig (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 00:01
hehehehe held ég viti um hvaða tvær kerlingar þú ert að tala...:) Ætli þær hafi ekki bara átt of margt sameiginlegt. Báðar hreinskilnar og blátt áfram, já og ákveðnar... Sem betur fer þroskuðust þær og gerðu sér grein fyrir þessu... En já djöfull er ég svekkt að missa af þessari helgi. Verð með ykkur í anda....... grát, grát..............
Ragna Jenný (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 21:35
Já, gott ef það er ekki rétt metið hjá þér, að hvorug hafi þolað hreinskilni hinar.
Ekki öll nótt úti enn honeybee!!! Treysti á auðvelt próf og að sjá þig í keilu á laugardeginum!!!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 8.3.2007 kl. 23:14
ef ég skil þetta rétt þá er þetta eins með saumaklúbbinn þinn og mig.....
allir halda að ég sé leiðinleg... (auðvitað þeir sem þekkja mig ekki)
og ehehem við vitum nú betur en það!!
spurning.. vistast þessi skilaboð eður ei?? spennandi...
luv sigga
sigurlaug (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 23:49
Greinilegt að breytingarnar virkuðu... bara fyrir þig... og kannski fleiri sem hafa ekki þorað hingað til!!!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 9.3.2007 kl. 00:13
Skrýtið að maður hafi strax áttað sig á hvaða tvær úr hópnum þú varst að tala um,hahahahaha. Já hreinskilni og ákveðni held ég að hafi verið það sem oft á tíðum gerði útslagið í samskiptunum. En hreinskilnin er það sem maður kann svo að meta þegar maður eldist og þroskast. Koma til dyranna eins og maður er klæddur ekki eins og aðrir vilja að maður sé klæddur. En já snobbaði saumaklúbburinn hahaha þetta er nú það fyndnasta sem ég hef heyrt en því miður er allt of mikið af fólki alls staðar sem er tilbúið að dæma fólk og þá sérstaklega þegar að einhverjum gengur vel í lífinu, þeirra vanlíðan og ég finn til með svona fólki sem þekkir mann ekki neitt en er tilbúið að dæma mann út á tún af því maður setur nýtt grindverk í kringum húsið sitt eða kaupir sér nýjan bíl( ekki það að þetta lið þurfi að greiða af lánunum manns). Jæja þá er ég búin að fá útrás fyrir reiði minni gagnvart þeim sem eru alltaf að tala illa um náungann. Er orðin svo spennt fyrir bústaðaferðinni með hinum snobbhausunum að ég get varla beðið.
Love you þín vinkona
Anna Lilja
Anna Lilja (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 08:51
Já þetta voru erfiðir kaffitímar í Vinnsló sumarið þegar við vorum að velja fyrstu búningana. En ef við værum enn í Vinnsló væru enn erfiðir kaffitímar þegar kemur að einhverjum ákvörðunum hahahahaha. Við getum verið flóknasti vinkvennahópur í Evrópu..... En þrátt fyrir það eigum við margt sameiginlegt t.d. allar minningarnar frá unglingsárunum, að eiga hraust og yndisleg börn, að vera reyklausar og að hafað komist í gegnum mislangan íþróttaferil án teljanlegs skaða (ég tel sprangið þitt Sigþóra mín ekki til íþróttaferils þíns). Án þessarar sameiginlegu reynslu værum við ekki þær manneskjur sem við erum í dag.
Sjáumst vonandi sem allra flestar um næstu helgi,
knús og kossar
DB
Dóra Björk (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 22:49
Ji ég var sko alveg til í að vera fluga á vegg í þessum hittingi...hehehehe.... pottþétt skemmtun frá A-Ö... meiri sprelligosarnir þarna.
Matta (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.