Skjótt skipast veður...!

Ég á ekki eitt einasta aukatekið orð!!!

Róbert Marshall féll út af þingi á síðustu 200 atkvæðunum! Vantaði 58 atkvæði til að vera kjördæmakjörinn!

Hvað voru Vestmannaeyingar að spá?

Og líkur á því að Árni Johnsen komist ekki einu sinni inn á þing vegna útstrikana samkvæmt frétt Vísis "Til tíðinda heyrir að gríðarlega mikið er um útstrikanir af lista Sjálfstæðisflokks, en samkvæmt tíðindum frá kjörstjórn, hafa rúmlega 30% kjósenda D-lista strikað Árna út af lista. Það gæti haft það í för með sér að Hann færðist neðar á lista, jafnvel niður fyrir Björk sem kæmist þá inn."

Get nú ekki annað en hneykslast á því að Vestmannaeyingar hafi ekki séð hag sinn í því að koma Róbert inn... og get því varla annað en tekið undir með Botnleðju og sagt "Fólk er fífl!"

Við búum á láglaunasvæði, vinnum flest sem verkamenn og kjósum yfir okkur þá sem stefna að því að gera þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari!

Ég skil ekki svona hugsunarhátt....

Kratinn kveður!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband