Komin tími til!!!
25.5.2007 | 12:49
Mér þykir nú komin tími til að fá langa helgi einu sinni til tilbreytingar!!!
Er orðin agalega þreytt á að vakna eldsnemma á morgnanna til að fara í vinnu.... get ekki beðið eftir sumarfríinu mínu!!!
Ekki að mér líki ekki vinnan mín... en maður má nú aðeins slappa af!
Ég ætla að gera ógeðslega mikið í sumarfríinu mínu
- vera heima hjá mér og lesa bók og gera bútó og sitja úti á palli (sem við erum að rembast við að halda áfram með) og njóta þess að vera til.
- fara til Marmaris og Rhodos og lifa lífinu með tærnar upp í sólina.
- kannski fara á Sauðárkrók með Guðný á fótboltamót (af því að ég kemst ekki til Akureyrar með Guðmundi Tómasi, Guðný missir af símamótinu í Kópavogi og ég verð að fara á eitt mót!).
- í brúðkaup... ji, í hverju ætla ég að vera... hvað á maður eftir að komast í í júlí!!!
- labba um allt
- vera á pallinum hjá múttu og pop.
- fara á þjóðhátíð og slá í gegn á sunnudagskvöldinu okkar vinkvennanna.
- uppfarta í brúðkaupi... verð nú örugglega að fjárfesta í einhverju í ágúst til að vera sómasamleg til fara.
- og allt hitt sem ég er að gleyma!!!
Er farin að efast um að ég komi þessu öllu fyrir á 29 vinnudögum... hehehe
Athugasemdir
Og væntalega að fara til útlanda eða hvað er það farið af dagskránni. Og vera brún og sæt eftir það . Og kannski slappa bara vel af þar sem að þú ert alltaf á útopnu ;)
Arndís Ósk Atladóttir (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 00:33
Jú, útlönd hér kem ég... Marmaris og Rhodos! Og JÁ brúna bumbu og allt hitt líka!!! Á nú eftir að fá leyfi til þess frá Drífu ljósu!!!
Veit ekki hvort ég kunni að slappa af... heheheheh
Sigþóra Guðmundsdóttir, 28.5.2007 kl. 13:59
Nei verð eiginlega að vera sammála þér þarna neðst þú kannt pottþétt ekki að slappa af en það er skipun frá mér að það verði samt helmingurinn af sumarfríinu aflöppun ;)
Arndís Ósk (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.