11. september

Skrýtið hvað sum augnablik festast í minningunni!  Ég man t.d. nákvæmlega hvar ég var þegar ég heyrði frétt þess efnis að Díana Prinsessa væri látin, þegar litlu systkinabörnin mín fæddust og þegar ég fékk SMS um að kveikja á fréttunum fyrir 5 árum... Ég þurfti reyndar ekki að kveikja á þeim þar sem ég var að horfa á beina útsendingu þegar seinni vélin lenti á Hinum Tvíburanum!

Á því augnabliki sem maður sá aðra flugvél koma svífandi að áttaði maður sig á því að áreksturinn var ekki hræðilegt slys, heldur skipulögð árás!

Ég er ansi hrædd um að ég eigi aldrei eftir að gleyma hryllingnum við þá uppgötvun og svo þeim tilfinningum sem fylgdu þegar maður sá fólk hanga út um gluggana, kastandi sér út úr hitanum og svo þegar turnarnir hrundu með látum og allt fólkið, sem átti sér ekki útleið, með!

 Dagarnir á eftir þar sem venjulegt fólk þakkaði Guði fyrir að hafa misst af flugi, tafist í umferðarteppu á leið til vinnu, verið heima vegna veikinda eða eins og einn, viðurkenndi að hafa bara ákveðið að skrópa og sofa út!!!

Augnablikið varð að mínútum, dögum og mánuðum og nú eru 5 ár liðin og maður mann þetta allt eins og gerst hafi í gær!

Þar til síðar!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband