En ekkert að gerast í snúsnúmálinu!

Var í skoðun í dag... krakkarassgatið neitar sem sagt að snúa sér.

Ég fer í blóðprufu í fyrramálið, sónar annað kvöld og Herjólf á fimmtudagsmorgun, þar sem ég þarf að mæta á landsspítalann kl. 1500 í skoðun og líklegast reynd vending.

Veit sem sé ekki hvort ég er að fara að pakka niður fyrir einn dag, þrjá daga, viku, hálfan mánuð, fyrir mig og kallinn, fyrir lítið barn eða hvað...

Allt hringsnýst í hausnum á mér núna... pleh


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Fór ío skoðun í dag og verður reynd vending á morgun kl. 8,45. Takk fyrir kveðjuna... og já, tvær á ári fara af stað að jafnaði við vendingu þannig að allt er til í þessu!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 11.10.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband