Krílið á hvolfi!

Jæja, loksins... krílið komið á hvolf... eins og allt á að vera. Vendingin gekk eins og eftir bókinni... ekkert spes gott sko en hvað lætur maður ekki yfir sig ganga fyrir þessi rassgöt, smá áhyggjur en svo eftir korter jafnaði hjartslátturinn sig og ég fór að finna aftur hreyfingar. Fengum meira að segja heimfararleyfi í dag og því er stefnan sett á Herjólf í kvöld...!

Klára sem sagt meðgönguna eðlilega og fæ líklegast að eiga í Vestmannaeyjum...

Guðmundur Tómas er að fara að keppa alla helgina og Geir verður á námskeiði þannig að ég ætla bara að hafa það gott, hvíla mig, þvo þvott og undirbúa heimilið og sjálfan sig!

Gott með þig, komin með svona svartan mann..... með svona stórann t***i!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

til hamingju með hvað þetta gekk vel.... góða ferð með skútunni í kvöld

Eygló , 12.10.2007 kl. 17:26

2 identicon

Gott að heyra að allt gekk vel, já við konur eru sko hetjur þegar kemur að litlu krúttunum okkar;-)  Njóttu þess nú bara að slaka á og fara vel með þig og litla krílið ykkar. Knús frá Árósum.

Dóra Hanna (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 20:31

3 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Má víst þakka fyrir að allt gekk vel, tekst víst bara í 50% tilfella og í einhverjum tilfellum fer fæðing af stað. Ég finn fyrir þreytu í kúlunni, eins og ég sé marin en annars við hestaheilsu!!! Geri aðrir betur

Sigþóra Guðmundsdóttir, 12.10.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband