Ein af dýrmætustu eignunum!
13.10.2007 | 10:15
Var að lesa frétt á Vísi.is þar sem segir frá þjófnaði á fæðingardeildinni á landspítalanum. Myndavél og fleiru var stolið á meðan nýbakaðir foreldrar fóru að fá sér í gogginn... Það versta er náttúrulega myndirnar sem voru á myndavélinni af nýfæddu barninu!!! Hugsið ykkur, að eiga ekki neina mynd af fyrstu sólarhringum barnsins þíns!!! Ég væri enn grenjandi...
Svo er það eitt... hver hefur samvisku til að taka "minningarnar" frá nýbökuðum foreldrum? Er ekki hægt að skila alla vega minniskubbnum?
Annars gleymi ég því seint þegar ég gleymdi myndavélinni minni inni í tjaldi á þjóðhátíð, fattaði það svona klukkutíma seinna og myndavélin stóð á borðinu... en búið að stela filmunni úr henni!!! Ég velti því mikið fyrir mér... af hverju náði ég mynd, sem mátti ekki komast upp???
Annars líður okkur hérna á Bröttó bara vel, líður samt eins og ég sé pínu marin inni í mér, höfuð barnsins búið að ýta mikið á rifbeinin og svo eftir snúninginn sjálfann... en það lagast. Mér líður mikið betur, sef betur, kúlan ekki eins há og því auðveldari og léttari öndun. Góðar hreyfingar í gangi og farin að finna þrýsinginn niður á við!
Þannig að allt lúkkar vel... held samt ég reyni að fá að hitta á Drífu ljósu fljótlega, svona til að staðfesta að krílið sé ekkert að snúa sér til baka og að allt sé eins og það á að vera!
Athugasemdir
Gaman að heyra að allt gengur vel hjá þér og bumbubúa. Þessir myndavélaþjófar hafa enga samvisku og það ætti að taka þá og setja í gapastokk eins og var gert í gamla gamla daga.
Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 12:11
Ég var búin að segja þér það dúllan mín að við spordrekarnir látum nú stundum hafa svolítið fyrir okkur. En þetta er bara rétt byrjunin á því sem koma skal hahahaha. Nei nei, en æðislegt að allt gekk vel og nú bíður maður bara eftir að fá að knúsa litla krílið og fá smá kling í stokkana hahaha. Ótrúlegt að það skuli alltaf gerast, en þetta er einhvern vegin þannig að það eru þessi yndislegu börn sem gefa lífinu gildi. Knús og kossar af Illó
Anna Lilja (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 23:46
Átti samt að vera sporðdrekarnir hahaha
Anna Lilja (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 23:47
skrítið að bara filmunni hafi verið stolið
Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 23:50
Já, ég held að krílið eigi ekki möguleika á að snúa sér til baka... enda varla auðvelt svona miðað við átökin við að venda. Finnst ég vera öll blá og marin eftir ferðalag höfuðsins.
Já, Jóna... ég held nefnilega að það hljóti að vera að ég hafi tekið mynd af einhverju sem ekki mátti sjást, án þess að taka eftir því!!! Voða paranoid hérna... hehheeh!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 14.10.2007 kl. 11:17
Gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur Sigþóra mín. Vonandi gengur allt vel hjá ykkur í framhaldinu og ég kíki að sjálfsögðu á nýjan fjölskyldumeðlim þegar ég kem til Eyja. Kv. Oddný
Oddný og Jói (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 21:16
úfff ég get trúað því að þetta hafi verið átök... Mér finnst nógu vont þegar það er verið að pota í bumbuna mína, get ekki ímyndað mér hvernig það er að fara í vendingu... áts....... En ótrúlega frábært að allt hafi gengið upp. Nú bíður maður bara spenntur eftir krílinu...
P.s þú hefur nú alltaf verið skæð með þessa bloddí myndavél...hihi
knús....... Ragna Jenný
Ragna Jenný (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 23:44
Hver stelur filmu..hahahaha
Eygló , 17.10.2007 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.