Æm alæf!
20.9.2006 | 11:17
Afsakið, afsakið, afsakið!!!
Ég er alveg ferleg þessa daganna í blogginu... kemur ekkert frá mér
Fór á Sálina... komin heim um 3... gjörsamlega búin á því!!! Enda búin að vera að drepast í maganum allann daginn, fara í tvö barnaafmæli, í yndislegan mat hjá æðislegu fólki og á lokahóf Oldís... þar sem ég fékk 3 verðlaun!!! Aldrei verið verðlaunuð svona mikið!!! Á ævinni!!! Alla vega þá fékk ég verðlaun fyrir flottasta markið hjá liðinu, að vera vinalegust og svo völdu stelpurnar mig sem BESTA LEIKMANNINN... hahaha, ég hef aldrei áður verið valin best!!! Fullt af klappi á bakið maður lifandi... kann ekki að taka svona!
Í gær fór ég í borgina... keypti 70 kerti, 20 diska, 80 kampavínsglös og fullt af öðrum óþarfa. Fann fullt af kjólum, pilsum, toppum og blússum sem ég myndi ekki láta sjá mig í... hvað þá að gifta mig í!!! Alla vega, með fullt skottið af drasli!!!
Í dag er ég heima... hlaupandi á klóið reglulega. Æðislegir svona dagar.
Athugasemdir
júhú það er alltaf gamann að fara í bæjinn að spreða penge,, en allavegna er einkvað ekki í lagi með mallann þinn ástinn!!
kv Inga flænka
inga magg (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 16:00
myndirnar af þjóðhátíðinni.. jesús minn hvað þetta var fyndið!!
kv.Lára Dögg
Lára Dögg (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 17:54
Til hamingju með nýju síðuna, rosaflott!!!
svo er bara að vera dugleg að blogga ;) (heyra í haraldi)
kv.Sif ;)
Sif Sig (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.