Gott innlegg í jólin!!!

Kaloríureglurnar

1. Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur.

2. Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þá.

3. Matur, sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum til dæmis jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín, ofnbakaðar pítsur og fleira, inniheldur aldrei kaloríur því hann er góður fyrir hjartað. Að minnsta kosti í hófi.

4. Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú.

5. Matur á borð við poppkorn, kartöfluflögur, hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur, sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband, er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.

6. Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær.

7. Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.

8. Matur sem hefur sams konar lit hefur sama kaloríufjölda til dæmis tómatar = jarðarberjasulta, næpur = hvítt súkkulaði.

9. Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríu eru HITAeiningar.

 

Annars var fyrsta jólaboðið í gær. Hangikjöt, svið, saltkjöt, sviðasulta, nýbakaðar flatkökur og nýbakað rúgbrauð... allt alaMamma! Annað jólaboð er í dag... Skata í hádeginu hjá Sverri. Guðný neitar að fara með... kúgast þegar hún finnur lyktina, en Guðmundur Tómas ætlar sko ekki að missa af dásemdinni!

Á morgun er svo skírnin á dótturinni... Búin að tala við prestinn, panta skírnartertuna, baka og elda, allt klárt nema nafnið. Þurfum víst að fara að ákveða nafnið í kvöld eða í síðasta lagi um hádegi á morgun!!!

Þorláksmessa verður svo róleg, skreytum jólatréð, förum í bæinn með fjölskyldunni minni, redda síðustu hlutunum... oh, það er alltaf svo gaman... ef veðrið helst almennilegt!!!! Koma svo veður!!! Standa sig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Fyrir fréttaþyrsta höfuðborgarbúa.... Sættir hafa náðst um nafn á stúlkuna!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 22.12.2007 kl. 14:40

2 identicon

Ég er feginn að sættir náðust endilega settu nafnið hérna inn fyrir okkur. Kv Grannarnir

Valgerður (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 16:09

3 Smámynd: Eygló

Hvað heitir svo skvísan?????? er svo forvitin...

Eygló , 22.12.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband