Ég heiti Signý Geirsdóttir

Séra Kristján, Signý og mammanÍ dag var stúlkan litla skírð heima! Séra Kristján vinur okkar skírði skvísuna. Ég hélt á henni undir skírn og tilkynnt þessum rúmlega 50 gestum að nafnið sem var valið hafi verið Signý!

Margar kenningar eru á lofti um hvaðan nafnið kemur og leyfum við þeim öllum að standa... óbreyttum. Amma Þura var þó svo glögg að þegar þau gengu út úr húsi, á leið í skírnina tilkynnir hún samferðarfólki sínu að hún viti nákvæmlega hvað barnið eigi að heita. Og auðvitað var hún rukkuð um nafn. "Signý" sagði þá amman... en engar skýringar fylgdu af hverju hún héldi það!

Amma Helga átti þó gullkorn skírnarinnar þegar hún kom til mín til að óska okkur til hamingju. "Er hún svona sveitt?" og strauk yfir hárið á Signýju. "Nei", sagði ég. "Það var verið að skíra hana!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nafnið, er búin að kíkja nokkrum sinnum inn í dag ...var svo forvitin hehehe.... flott nafn, stutt og laggot

Matta (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 23:23

2 identicon

SIGNÝ.........

Fallegt nafn á fallega stúlku....  Innilega til hamingju með skírnina og nafnið........    Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar flotta fjölskylda

Knús á línuna..........

Ragna Jenný (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 00:22

3 identicon

Til lukku með fallegt nafn, og fer dömunni vel líka :)

kveðja Sif

Sif Sig (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 01:33

4 identicon

Innilega til hamingju með nafnið Signý og Guðný til hamingju með afmælið.

Gangi ykkur sem allra best alltaf.

Kveðja María

María Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 14:31

5 Smámynd: Álfarnir

Til lukku litla Inga mín hóst nei ég meina Signý mín hehehe þetta er mjög fallegt nafn og sæmir henni mjög vel. Jólakveðjur frá Köben

Álfarnir, 23.12.2007 kl. 14:40

6 identicon

Innilega til hamingju með þessa fallegu snót með fallegt nafn. Vona að hún eigi eftir að heimsækja mig oftar...Knús og kossar...

Þórey (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband