Þrettándagleði framundan!
5.1.2008 | 14:35
Verið að gera klárt á heimilinu fyrir þrettándann. Búin að baka eina brúna og eina gulrótaköku til að taka með í heita súkkulaðið hjá Geirrúnu eftir gönguna í kvöld.
Fataherbergið er alveg að verða eins og nýtt og jólagjafirnar að fara að komast í hillurnar... verst að þá hef ég ekki lengur afsökun til að geyma þvottahúsið!!!
Signý dafnar og þroskast og á hverjum degi sér maður mun! Nú er ekki hægt að gefa henni lengur á meðan horft er á sjónvarpið þar sem hún vill líka sjá... frekar en að drekka!!! Er nýr sjonvarpssjúklingur að verða til???
Athugasemdir
Það er allt í lagi að gefa henni í fjölmenni en sjónvarpið hefur einhvern "apíl", kemur svo bara í ljós hvort það vaxi af henni!
En hvernig er það Beta... er ekkert að gerast???
Sigþóra Guðmundsdóttir, 6.1.2008 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.