Grár hversdagsleiki tekinn við!

Búin að kveikja í áramótabrennuEn við reynum nú eftir fremsta megni að sleppa gráa litnum!

Börnin voru nú ekkert agalega fersk á lappir í morgun, ekkert skrítið við það þar sem ég heyrði síðast í þeim um eitt leytið, enn að skrafa eitthvað saman! Spjall og fliss... þekkir maður þetta nokkuð???

Signý var reyndar sú eina sem vaknaði brosandi og hvað er annað hægt en að brosa líka þegar maður sér þetta andlit nánast lýsa upp herbergið með engar tennur upp í sér!!! Enda voru allir brosandi glaðir áður en farið var af stað í skólann eða vinnuna.

Ég fór í yfirfullt þvottahúsið mitt... úff, manni fallast nú bara hendur! Spurning um að moka í poka og fara með á þvottahúsið hans Smára? Neinei... mín verður bara massann dugleg svona á milli þess að taka saman jólaskrautið! Reyndar er mælst til þess núna, eins og undanfarin ár, að hafa ljósin í gluggunum til 23. janúar og við ætlum að gera það!

Er samt alvarlega að velta fyrir mér lausinni á þvottahúsinu mínu... Hvernig væri að fá sér aðra þvottavél? Þá gæti ég alltaf sett í tvær í einu.... og verið helmingi fljótari með hrúguna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahaha.

Velkomin í 3ja barna mömmuhópinn. Held samt að það sé engin lausn að fá sér aðra þvottavél bara að skipuleggja sig vel og passa sig að safna ekki upp þvotti. Hefur allavega gengið vel á þessum bænum. Er alveg á leiðinni til þín í kaffi, heyri í þér dúllan mín og gangi þér vel með þvottinn  

Anna Lilja (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Já, er þá þvottahúsið alltaf svona hjá 3ja barna mæðrum??? Nei, ég veit alveg að ég var ekkert dugleg að fara í kjallarann í jólafríinu!!! Alltaf bítur þetta mann í rassinn!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 7.1.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Ætlaði ekkert að senda þetta strax...

Ég ætlaði nefnilega að benda þér á það Anna Lilja mín að ég er búin að fjárfesta í Tobleronekaffi handa okkur... og ég smakka það ekki fyrr en þú kemur til mín í kaffi!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 7.1.2008 kl. 17:22

4 identicon

Já maður fær það sko í hausinn ef maður heldur sér ekki við efnið.

MMMMMMMMMMMMMM já ég er á leiðinni, vona að Kristján fari á leikskólann á morgun og þá er allt að verða komið í fastar skorður.

Maður sleppir nú ekki góðu Tobleronekaffi. Hlakka til að hitta ykkur.

Þín Anna Lilja.

p.s Signý bara sætust í blaðinu.

Anna Lilja (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 22:22

5 identicon

Ég las einu sinni á síðunni hennar Stefaníu að hún elskar að þvo þvott..  Spurning að rölta bara með þvottinn heim til hennar????  :)    (vonandi sér Stefanía þetta og kemur bara til þín)....... Það væri enn betri díll........

Væri nú alveg til í Tobleronekaffi??????   Hljómar afskaplega girnilega...

Ragna Jenný (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 23:51

6 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Já, Ragna Jenný mín. Kaffið býður þín! Og við líka!!! Hvenær ætlarðu eiginlega að koma til okkar???

Anna Lilja, ég býð bara í rólegheitunum.... en veit ekki hvað ég tolli lengi róleg!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 8.1.2008 kl. 10:22

7 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

BETA, ÞÚ ÁTT AÐ VERA AÐ EIGA BARN!!!

Annars er þetta nú bara pakkakaffi... frá Gevalia minnir mig! Fæst í Vöruval  Svo er líka til Daimkaffi frá þeim og það er agalega gott! Anna Lilja kemur ekkert þannig að ég er ekki enn búin að smakka Tobleronekaffið!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 8.1.2008 kl. 14:14

8 identicon

Það er alltaf svo ógisslega mikið að gera hjá mér að ég virðist aldrei geta komið til Eyja..  Er farið að langa afskaplega mikið að koma.  Hitta ykkur öll og knúsa nýju vinkonu mína.... :)    Vonandi kemst ég í febrúar.........

Ragna Jenný (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband