Er ég ekki í orlofi???

Þvegin í hrauntúnsvaskiEitt af því sem ég sakna hvað mest er að eiga ekki baðkar!  Signý fer í sturtu eins og fullorðið fólk en náttúrulega bara í fanginu á mömmu sinni eða pabba... nema þegar við fáum að baða okkur hjá ömmu Helgu í baðinu hennar eða hjá ömmu Þuru og afa Gumma í stóra baðvaskinum þeirra. Svo fer nú að styttast í að hún fái að fara í baðið þeirra og svo þegar fer að hlýna fær hún kannski að fara í heita pottinn, en bara ef Signý verður stillt! Set inn eina mynd af skvísunni í vaskinum á Hrauntúninu!

Skrítið hvernig sumir dagar eru... hektískir er kannski bara orðið. Allt raðast á sömu daganna.

Þannig er að ég er í Pæjumótsnefnd ÍBV og það er fundur í hádeginu í dag, ég þarf aðeins að aðstoða í vinnunni í dag, ég er að fara með Signý í vigtun í dag og helst þyrfti ég að hitta Inga Sig. bankastjóra í dag (að minnsta kosti þarf ég að heyra í honum) vegna knattspyrnuráðs kvenna hjá ÍBV, þar sem ég er formaður ráðsins.

Á morgun ætti ég svo að vera í RVK á stjórnarfundi Samfés en ég mæti frekar á verðlaunaafhendingu íþróttamanns ársins hjá ÍBV.

Já, stundum líður mér ekkert eins og ég sé í fæðingarorlofi!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð sé lof fyrir fólk eins og þig Sigþóra.Án þess væri ÍBV ekki neitt.Bestu kveðjur.

RagnaB (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband